Íslandsbanki gefur út skýrslu um jarðhitamarkaðinn í Kanada

11.08.2010

Íslandsbanki hefur gefið út skýrslu sem fjallar um jarðhitamarkaðinn í Kanada en bankinn er þátttakandi á árlegum fundi Jarðhitaorku samtaka Kanada (Canadian Geothermal Energy Associationas, CanGEA) sem haldinn er í Vancouver um þessar mundir.  Í skýrslunni er fjallað um möguleika Kanada í þróun á nýtingu jarðvarma til orkuframleiðslu með sérstaka áherslu á þau fyrirtæki sem starfa í þeim  geira. Kanadísk orkufyrirtæki hafa lítið nýtt jarðvarma til orkuframleiðslu í Kanada, þrátt fyrir hafa verið stórir þátttakendur á alþjóðamarkaði við þróun á nýtingu slíkrar orku, meðal annars í Bandaríkjunum. 

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru þær að of lítil þróun á nýtingu orku úr jarðvarma á sér stað í Kanada, aðallega vegna lítils stuðnings Kanadíska ríkisins við rannsóknir í þessum geira, og einnig vegna óhagstæðs lagaumhverfis.  Til þess að ýta undir þróun á þessu sviði þarf að gera breytingar á lagaumhverfi og bjóða fjárhagslega hvata fyrir þau fyrirtæki sem starfa við rannsóknir á nýtingu arðvarma í Kanada.  Í Kanada er engin starfandi virkjun sem framleiðir orku úr jarðvarma, en vatnsaflsvirkjanir eru algengastar við raforkuframleiðslu þar í landi.  Virkjanir sem virkja jarðvarma myndu því nýtast Kanada vel við að auka framleiðslu endurnýtanlegrar orku og um leið auka fjölbreytni framleiðslu í þeim geira.

Það var orkuteymi Íslandsbanka sem vann skýrsluna, en hægt er að nálgast hana á vefslóðinni www.islandsbanki.is/energy. Skýrslan er gefin út á ensku.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall