Nýr framkvæmdastjóri

06.08.2010

Sigríður Olgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka og mun hún bera ábyrgð á upplýsingatækni, rekstri,  bakvinnslu og gæðamálum.

Sigríður hefur starfað innan hugbúnaðar- og upplýsingatæknigeirans frá árinu 1988 og hefur því víðtæka reynslu á því sviði. Hún er með MBA gráðu í alþjóðastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er einnig menntaður rekstrarfræðingur frá Endurmenntun HÍ og kerfisfræðingur frá Tietgenskolen EDB skolen í Óðinsvéum í Danmörku.

Sigríður var framkvæmdastjóri Ax hugbúnaðarhúss frá 2001-2006 en áður hafði hún starfað sem framkvæmdastjóri Ax Business Intelligence A/S, í Danmörku frá 1999-2001. Þá var hún forstöðumaður hugbúnaðarsviðs Tæknivals hf. á árunum 1997 – 1999. Sigríður starfaði um hríð sem framkvæmdastjóri hjá Símanum þar sem hún vann m.a. að viðskiptaþróun og  fjárfestingum og var forstjóri Humac frá 2007-2008. Hún hefur setið í fjölda stjórna bæði hérlendis og erlendis. Sigríður er gift Sigurjóni Gunnarssyni og eiga þau tvær dætur.

Um er að ræða hluta af skipulagsbreytingum sem kynntar voru innan bankans fyrir nokkru, þar sem rekstrar- og upplýsingatæknimál, sem áður voru hluti af Fjármálasviði eru sett undir sérstakt svið. Á sama tíma flytjast Fjárstýring, samskipti við lánastofnanir, lánshæfismatsfyrirtæki og fjárfesta undir Fjármálasvið sem Sigrún Ragna Ólafsdóttir stýrir.

Þá hafa verið dregin skarpari skil á milli starfsemi útlánaeininga (Viðskiptabankasvið og Fyrirtækjasvið) og þeirra sviða sem starfa á fjárfestinga- og fjármálmarkaði (Eignastýring og Markaðir). Eignastýring og Markaðir starfa sem sjálfstæðar tekjueiningar en samhliða flyst Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka undir Markaði.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall