Íslandsbanki tekur þátt í átakinu Allir vinna og veitir hagstæð lán til framkvæmda

15.07.2010

Íslandsbanki tekur þátt í hvatningarátaki stjórnvalda og atvinnulífsins Allir vinna sem nýverið var hleypt af stokkunum. Bankinn mun bjóða einstaklingum í viðskiptum við bankann hagstæð framkvæmdalán á sérstökum kjörum:

Hámarkslán er 1,5 milljónir króna og er veitt gegn veði til viðskiptavina með trausta viðskiptasögu.  Lán allt að 750 þúsund krónum eru veitt án veðs en að öðru leyti á sömu forsendum. Þessi lán eru veitt til framkvæmda eða endurbóta á fasteignum, lóðum eða sumarhúsum.

Afgreiðsla lánsins byggir á reikningum fyrir vöru- eða þjónustukaupum fram til 30. september.

Framkvæmdalán

„Við höfum lengi talað fyrir því að allir þurfi að leggjast á eitt við að koma hjólum atvinnulífsins aftur á fullt skrið. Við fögnum þessu átaki stjórnvalda og atvinnulífs sem við teljum jákvætt skref í þá átt. Við erum ánægð með að taka þátt í átakinu og okkar framlag eru lán á afar hagstæðum kjörum  til góðra verka."

*Vextir skv. vaxtatöflu Íslandsbanka 1. júlí 2010. Vextir taka mið af kjörvöxtum óverðtryggðra skuldabréfalána en veittur er 2% vaxtafrádráttur af þeim.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall