Viðskiptavinum með erlend húsnæðislán býðst að greiða 5.000 kr. af hverri milljón

07.07.2010

Samtök Fjármálafyrirtækja beindu því í dag til aðildarfélaga sinna að innheimta einungis fasta greiðslu af þeim erlendu íbúðalánum sem óvissa ríkir um hvort falli undir dóm hæstaréttar frá 16. júní síðastliðinn. Þar til niðurstaða fæst fyrir dómstólum mun Íslandsbanki fara að þessum tilmælum og bjóða einstaklingum í viðskiptum við bankann sem eru með húsnæðislán í erlendum myntum og önnur erlend lán með veði í íbúðarhúsnæði að greiða mánaðarlega einungis 5.000 kr. af hverri upphaflegri milljón lánsins.

Dæmi: Greiðsla af láni með upphaflegum höfuðstól að upphæð 10 mkr. verður miðað við þetta kr. 50.000 á mánuði. Þessi leið er í samræmi við nýleg tilmæli frá Talsmanni neytenda.

Hægt verður að sækja um þessa greiðslutilhögun frá og með 8. júlí með því að hringja í þjónustuver í síma 440 4000, í næsta útibúi bankans og á vef hans. Viðskiptavinum er bent á að sækja þarf um þessa breytingu fyrir 20. júlí næstkomandi til að hún taki gildi fyrir gjaldaga 1. ágúst. Skilmálabreytingin er viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Íslandsbanki ítrekar að þetta tímabundna úrræði sem og önnur úrræði bankans skerða ekki betri rétt lántaka sem dómar Hæstaréttar kunna að hafa í för með sér.

Á meðan að óvissa ríkir um fyrrgreind íbúðalán í erlendum myntum mun Íslandsbanki stöðva tímabundið allar fullnustuaðgerðir vegna þeirra.

Íslandsbanki vill þakka viðskiptavinum sínum fyrir sýnda þolinmæði undanfarna daga. Jafnframt þykir bankanum miður sú óvissa sem ríkt hefur og þau óþægindi sem málið í heild sinni hefur haft fyrir viðskiptavini.

Fastar greiðslur húsnæðislána í erlendri mynt

 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall