Afkoma Íslandsbanka á fyrsta ársfjórðungi 2010

01.07.2010 - Uppgjör

Afkoma Íslandsbanka á fyrsta ársfjórðungi 2010 var samkvæmt óendurskoðuðum árshlutareikningi jákvæð um 3,6 milljarða króna og er tekjuskattur tímabilsins áætlaður 807 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall bankans var 20,8% sem er hærra en það 16% lágmark sem FME hefur sett bankanum. Arðsemi eigin fjár var 15,3%.

Helstu niðurstöður

 • Rekstrarniðurstaða var jákvæð um 3,6 ma. kr. eftir skatta og er tekjuskattur áætlaður 807 milljónir króna.
 • Hreinar vaxtatekjur námu 10,5 ma. kr.
 • Hreinar þóknanatekjur námu 1,7 ma. kr.
 • Kostnaðarhlutfall á fyrsta ársfjórðungi 2010 var 36%.
 • Meðal stöðugildi samstæðunnar á tímabilinu voru 1.026.
 • Heildarstærð efnahagsreiknings þann 31.03.10 var 699,9 ma.kr.
 • Heildarútlán til viðskiptavina og fjármálafyrirtækja námu um 568 ma. kr. og innlán námu um 465 ma. kr. í lok tímabilsins.
 • Eigið fé í lok ársfjórðungsins nam 95,7 ma. kr.
 • Eiginfjárhlutfall (CAD) við lok tímabilsins var 20,8%.
 • Vaxtamunur af meðalstöðu heildareigna var 5,9%.
 • Hlutfall heildarinnlána af heildarútlánum var 82% í lok tímabilsins.
 • Arðsemi eigin fjár fyrir tímabilið var 15,3% á ársgrundvelli.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka

„Rekstur bankans gekk vel á fyrsta ársfjórðungi og er uppgjörið í takt við áætlanir. Það er ljóst að nokkur óvissa ríkir um íslensk lán sem tengd eru erlendum myntum í kjölfar dómsniðurstöðu Hæstaréttar nýverið.   Íslandsbanki er vel í stakk búinn til þess að takast á við þá óvissu enda er bankinn með sterkt eiginfjárhlutfall eða um 20,8% miðað við 16% lágmarksviðmið Fjármálaeftirlitsins".

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall