Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka – allir að skrá sig!

29.06.2010

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í 27. sinn laugardaginn 21. ágúst. Allir ættu að geta fundið sér vegalengd við hæfi því í boði eru 4 vegalengdir, 3, 10, 21 og 42 km og Latabæjarhlaup. Fólk á öllum aldri getur skráð sig í 3 km skemmtiskokk 12 ára og eldri geta tekið þátt í 10 km hlaupi og þeir allra hörðustu velja sér maraþon eða hálfmaraþon.

Hægt er að skrá sig í hlaupið á marathon.is og hvetjum við alla til að gera það sem fyrst.  Skráningargjaldið er mismunandi eftir hlaupaleiðum en frá og með 2. júlí hækkar gjaldið og því er um að gera að drífa í skráningum fyrir þann tíma.

Verðskrá 2010

Við hvetjum alla til að byrja að æfa af kappi því það er svo miklu skemmtilegra að fara í hlaup með háleit, en raunhæf markmið og standast þau. Hlaupahópur Íslandsbanka skokkar á mánudögum og fimmtudögum kl. 17.30. Hópurinn fer frá gula bakhúsinu bak við höfuðstöðvar Íslandsbanka á Kirkjusandi. Allir geta tekið þátt í hópnum og það þarf ekki að skrá sig. Ef þú vilt fá sendan hlaupapóst frá þjálfurum hópsins þá skaltu skrá þig inni á vefsíðu hlaupahópsins.

Sumir setja sér það markmið að komast í mark, aðrir að komast í mark á ákveðnum tíma og þeir hugmyndaríku skella sér í skemmtilega búninga og hlaupa öðrum til ánægju. Fyrir marga er áheitasöfnun fyrir góð málefni stór hluti af því að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni. Við hjá Íslandsbanka munum setja nýjan og glæsilegan áheitavef í loftið nú í byrjun júlí sem mun hjálpa hlaupurum að safna áheitum á skemmtilegan hátt.

Latabæjarhlaupið er fyrir unga og upprennandi íþróttamenn og velja þeir sér vegalengdir eftir aldri: 3 ára og yngri hlaupa 700 metra á grænni línu; 4 ára hlaupa 700 metra á rauðri línu; 5 ára hlaupa 700 metra á gulri línu; 6 ára hlaupa 1,5 km á appelsínugulri línu og 7 - 8 ára hlaupa 1,5 km á blárri línu. Latabæjrahlaupið verður í Hljómskálagarðinum og börnin þarf að skrá sérstaklega á marathon.is

Boðhlaup er ný keppnisgrein í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2010. Hlaupið fer fram á maraþonbrautinni og er því 42,2 km boðhlaup eins og sjálft maraþonið. Tveir til fjórir geta skipt á milli sín hlaupaleiðinni og verða skiptistöðvar eftir 10 km, 20 km og 30 km. Ef fjórir hlaupa saman hlaupa þrír hlauparar 10 km og einn 12,2 km.

Nánari upplýsingar um Reykjavíkurmaraþon Íslandsbankar eru inni á marathon.is og á islandsbanki.is/marathon

 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall