Höfuðstólslækkun bílalána

31.05.2010

Frá því að Íslandsbanki Fjármögnun reið á vaðið með höfuðstólslækkun á bílalánum fyrir einstaklinga í nóvember 2009 hafa fjölmargir viðskiptavinir nýtt sér þetta úrræði. Lækkun á erlendum lánum getur numið allt að 27% og fer eftir samsetningu mynta og því hvenær lánið var tekið. Einnig býðst viðskiptavinum sem eru með verðtryggð bílalán 5% lækkun á höfuðstól lánsins, og er Íslandsbanki Fjármögnun eina eignaleigufyrirtækið sem býður höfuðstólslækkun á slíkum samningum.

Við höfuðstólslækkun er láninu breytt í íslenskar krónur með breytilega, óverðtryggða vexti. Fyrstu 12 mánuðina eftir höfuðstólslækkun fá viðskiptavinir 2,6 prósentustiga afslátt á vöxtum og eru vextir nú 8,75% með afslættinum.

Um 3.300 einstaklingar hafa nú nýtt sér höfuðstólslækkunin bílalána hjá Íslandsbanka Fjármögnun og virðist þessi lausn því henta mörgum viðskiptavinum bankans, hvort sem þeir séu að horfa til þess að geta selt bifreið eða lækkað afborganir og skuldastöðu.  Rétt er að ítreka að þeir viðskiptavinir sem nýta sér höfuðstólslækkun hjá Íslandsbanka Fjármögnun eru ekki að fyrirgera betri rétti ef bílalán í erlendri mynt verða dæmd ólögleg.

Hægt verður að sækja um höfuðstólslækkun bílalána hjá Íslandsbanka Fjármögnun fram til 1. júlí 2010. Hægt er að sækja um á vef bankans.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall