Fjallað um fjárfestingu í útflutningi

01.05.2010

Íslenskt atvinnulíf efnir til Útflutningsþings fimmtudaginn 6. maí á Hilton Reykjavík Nordica hótel, kl. 8:30-13:00.

Þar munu stjórnendur leiðandi íslenskra útflutningsfyrirtækja miðla af reynslu sinni og rýna í framtíðina. Þátttakendum gefst kostur á að ræða við hóp reyndra stjórnenda undir lok þingsins en formlegri dagskrá lýkur kl. 12:00 með léttum hádegisverði og tengslamyndun til kl. 13:00. Bakhjarlar þingsins eru Samtök atvinnulífsins, Útflutningsráð Íslands og Íslandsbanki.

Á Útflutningsþingi 2010 verða kynnt sóknarfæri í útflutningi og leiðir inn á nýja markaði ásamt því sem birtar verða upplýsingar um stöðu útflutnings í dag. Þá verður ennfremur veitt greinagott yfirlit yfir stuðningsumhverfi útflutningsfyrirtækja.

Opinberar spár gera ráð fyrir lítilli aukningu útflutnings á næstu árum en íslenskt atvinnulíf vill leggja sitt af mörkum til að þær spár gangi ekki eftir og blása til sóknar. Fjárfesting í útflutningsstarfsemi og aukinn útflutningur Íslendinga er forsenda hagvaxtar.

Þátttökugjald er kr. 3.000 sem greiðist við innganginn.

Friðrik Pálsson, eigandi Hótel Rangár, flytur lokaorð.

Þingstjóri er Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Opna háskólans í HR.

Skráning hefst kl. 8:30 en formleg dagskrá hefst stundvíslega kl. 9:00 og lýkur kl. 12:00 með léttum hádegisverði og tengslamyndun til kl. 13:00.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall