Ný skýrsla um íslenskan jarðhitamarkað

20.04.2010

Íslandsbanki kynnti í morgun nýja skýrslu um orkumarkaðinn á Íslandi á fundi með fagaðilum í íslenskum jarðhitaiðnaði sem haldinn var á Kirkjusandi. Í skýrslunni er fjallað almennt um orkumarkaðinn á Íslandi, stefnu stjórnvalda og lagaramma og þá fjárfestingaþörf sem fyrir hendi er í greininni.

Í skýrslunni kemur m.a. fram að áliðnaður er langstærsti orkunotandinn á Íslandi og nýtir meira en 75% af allri raforku sem framleidd er á Íslandi. Aðrar iðngreinar, t.d. kísiljárniðnaður nota um 11% orkunnar en raforkunotkun til heimilisnota er einungis um 5% af heildar raforkunotkun á landinu.

Um 85% af allri jarðhitaorku á Íslandi fara í raforkuframleiðslu og húshitun en um 90% af öllum heimilum landsins eru hituð upp með jarðvarma.

Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar er jarðhitageirinn á Íslandi mjög virkur og fjöldi fyrirtækja hafa rutt sér til rúms á sviðið þjónustu, ráðgjafar og borunar. Þá eru opinberir aðilar mjög mikilvægir þátttakendur í íslenskum jarðhitaiðnaði.

Ísland er mjög virkur þátttakandi í alþjóðlegum rannsóknum og þróun og styður þjóðir um allan heim við þróun jarðvarmanýtingar.  Íslensk fyrirtæki eru ennfremur virk á alþjóðlegum vettvangi þegar kemur að því að selja þjónustu sína og þekkingu og eru í mörgum tilfellum leiðandi á sínu sviði.

Í skýrslunni er fjallað um þá pólitísku umræðu sem átt hefur sér stað um orku- og auðlindamál á Íslandi á undanförnum árum.  Þessi umræða hefur tekið við sér að nýju nú þegar ljóst er að orkuiðnaður mun vera í lykilhlutverki þegar kemur að uppbyggingu í íslensku atvinnulífi.  Töluverð umræða fer fram um þessar mundir um eignarhald og nýtingarrétt á náttúruauðlindum landsins og hvernig nýta beri orkuna.

Mörg fyrirtæki í orkufrekum iðnaði líta til þess að hefja starfsemi á Íslandi. Á sama tíma eru veitufyrirtæki að leggja drög að stækkunum og nýjum virkjunum. Stjórnvöld og stofnanir hafa verið í  lykilhlutverki í rannsóknum á jarðhita. Fjárhagsleg áhætta við forrannsóknir og þróun jarðhitaorku hefur verið hindrun í vegi þess að fá fjármagn frá einkaaðilum í slík verkefni. Miðað við þau verkefni sem eru  pípunum, þar sem gert er ráð fyrir um 300 milljarða fjárfestingu í geiranum, er ljóst að þörf er að á fjármagni frá utanaðkomandi aðilum utan núverandi eigendahóps til að þróa orkuverkefni áfram á Íslandi.

Þá kemur fram í skýrslunni að á sama tíma og Ísland keppi við aðrar þjóðir um fjármagn til jarðhitaverkefna og þróunarkostnaður sé samkeppnishæfur er það helst lágt raforkuverð  sem stendur í vegi fyrir því að erlendir fjárfestar telji slík verkefni nægilega hagfelld.

Íslenski jarðhitamarkaðurinn - Apríl 2010

 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall