Landsvirkjun og Íslandsbanki semja um veltilán í íslenskum krónum

20.04.2010

Landsvirkjun og Íslandsbanki skrifuðu í dag undir samning um veltilán að fjárhæð 3 milljarða króna. Lánstími er þrjú ár og ber lánið Reibor millibankavexti auk mjög hagstæðs álags. Lánið er svokallað veltilán og getur Landsvirkjun dregið á það eftir þörfum með litlum fyrirvara.

Veltiláninu er ætlað að auka enn frekar aðgengi Landsvirkjunar að fyrirvaralítilli fjármögnun í íslenskum krónum og bæta þar með lausafjárstöðu fyrirtækisins. Landsvirkjun hefur nú þegar aðgang að öðru veltiláni í erlendri mynt eða um 280 milljónum Bandaríkjadala.  Lausafjárstaða Landsvirkjunar er góð, lausafé fyrirtækisins er nú um 110 milljónir Bandaríkjadala, en að viðbættum áður nefndum lánalínum hefur fyrirtækið aðgang að jafnvirði um 410 milljónum Bandaríkjadala, sem svarar til um 52 milljarða króna.  Landsvirkjun hefur þannig þegar tryggt fjármagn sem ásamt fé frá rekstri dugar til að standa við allar núverandi skuldbindingar til ársloka 2012.

„Þetta sýnir fyrst og fremst að bankinn hefur fulla burði til að veita fyrirtækjum á Íslandi þá þjónustu sem þau þurfa á að halda sem er ekki síst mikilvægt í því uppbyggingarstarfi sem framundan er í efnahagslífinu. Samstarf okkar við Landsvirkjum hefur ávallt verið gott og við erum ánægð með að vinna með svo traustu og öflugu fyrirtæki."

„Þessi samningur er mjög jákvæður fyrir Landsvirkjun en með honum
tryggir fyrirtækið enn frekar lausafjárstöðu sína sem er þó góð fyrir.  Samningurinn endurspeglar gott aðgengi að fjármagni hér á landi og gott samstarf Íslandsbanka og Landsvirkjunar."

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall