Sóknarfæri í útflutningi sett í forgang

13.04.2010

Útflutningsþing verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica, fimmtudaginn 6. maí 2010. Það eru Íslandsbanki, Samtök atvinnulífsins og Útflutningsráð sem standa að Útflutningsþingi 2010.

Markmið Útflutningsþings er að leiða saman helstu fyrirtæki og hagsmunaaðila á sviði útflutnings og leggja áherslu á mikilvægi útflutnings fyrir endurreisn íslensks hagkerfis.

Á ráðstefnunni mun forystufólk tíu íslenskra útflutningsfyrirtækja greina tækifæri fyrir íslenskan útflutning og kynna sína framtíðarsýn. Einnig verða fjölbreytt erindi um stuðningsumhverfi fyrir útflutningsfyrirtæki, hlutverk fjármálageirans og greining á stöðu útflutnings í dag. Markmið ráðstefnunnar er að stuðla að samstarfi á milli atvinnugreina og greina tækifæri á vaxtarmöguleikum útflutnings. Dagskrá er nánar auglýst síðar.

Ráðstefnan stendur frá kl. 8.30 - 13 að meðtalinni skráningu og hádegisverði.

Skráning fer fram á vef Útflutningsráðs eða hjá utflutningsrad@utflutningsrad.is, sími 511 4000.

Þátttökugjald er kr. 3.000, sem greiðist við innganginn.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall