Fimmta úthlutun úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ

09.04.2010

Sjóðsstjórn Afrekskvennasjóðs hefur farið yfir umsóknir vegna fimmtu úthlutunar úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ. Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ var stofnaður með framlagi bankans árið 2007. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Í febrúarbyrjun var í fyrsta sinn auglýst eftir umsóknum skv. nýrri reglugerð sjóðsins Stjórn sjóðsins skipa þær Svafa Grönfeldt, Vanda Sigurgeirsdóttir og Þórdís Gísladóttir.  Umsóknir um styrk voru 78 talsins. Stjórn sjóðsins hefur valið að styrkja eftirtalda einstaklinga og verkefni:

Erna Friðriksdóttir 22 ára skíðakona frá Egilsstöðum 250.000 krónur vegna undirbúnings og keppni á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Vancouver. Erna er fyrsta íslenska konan sem keppir á Ólympíumóti fatlaðra. Erna er hreyfihömluð og keppir í svigi og stórsvigi á sérhönnuðum skíðasleða. Til að ná markmiðum sínum um að keppa á Ólympíumótinu hefur Erna búið undanfarna vetur í Bandaríkjunum þar sem hún hefur stundað æfingar í Winter Park í Colorado.

Íris Guðmundsdóttir 20 ára skíðakona frá Akureyri. 250.000 krónur vegna æfinga og keppni þennan vetur. Á keppnistímabilinu bar hæst þátttaka á Ólympíuleikunum í Vancouver þar sem Íris er eina konan sem tekur þátt fyrir Íslands hönd. Íris vann sér keppnisrétt í risasvigi, stórsvigi og svigi. Undanfarin ár hefur Íris stundað nám og æfingar við skíðamenntaskóla í Geilo í Noregi.

Ragna Ingólfsdóttir 27 ára badmintonkona úr TBR. 500.000 vegna þátttöku á alþjóðlegum mótum á árinu. Ragna keppir á 10 alþjóðlegum mótum á árinu með það að markmiði að safna stigum og ná sem bestri stöðu á heimslistanum fyrir árið 2011. Þá hefst keppni um að tryggja sig inn á Ólympíuleikana í London árið 2012. Ragna keppir á Evrópu- og heimsmeistaramóti á árinu.

Frjálsíþróttadeild ÍR og Ármanns 1.000.000 hvor vegna Ólympíuverkefna sinna. Bæði félög eru með markvissa afreksáætlun í gangi sem miðar að því að koma þeirra afrekskonum á Ólympíuleikana í London 2012 og ná þar góðum árangri. Í hópunum eru sem stendur sex landsliðskonur sem allar setja stefnuna á leikana 2012. Íþróttakonunum í hópnum er tryggð hágæða þjálfun og besta mögulega aðstaðan og aðstæður til æfinga og keppni hérlendis sem erlendis. Teymi sérhæfðra þjálfara og ráðgjafa skipuleggur og heldur utan um þjálfun íþróttakvennanna. Í Ólympíuhóp Ármanns eru þær Ásdís Hjálmsdóttir og Helga Margrét Þorsteinsdóttir. Hjá ÍR eru það þær Hulda Þorsteinsdóttir, Jóhanna Ingadóttir, Kristín Birna Ólafsdóttir og Sandra Pétursdóttir sem skipa hópinn.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall