Veltusafn Íslandssjóða um 7 milljarðar króna

06.04.2010

Í september 2009 settu Íslandssjóðir nýjan verðbréfasjóð, Veltusafnið, á markað en sjóðurinn fjárfestir í innlánum fjármálafyrirtækja og skammtímaverðbréfum með ríkisábyrgð. Sjóðurinn hefur fengið mjög góðar viðtökur og er stærð hans nú um sjö milljarðar króna. Mikil eftirspurn hefur verið eftir innlánum og ríkisvíxlum síðustu misseri en með fjárfestingu í Veltusafninu næst góð eignadreifing milli skuldabréfa  með ábyrgð ríkissjóðs og innlána fjármálastofnana.

Stuttur meðallíftími ríkisverðbréfa og innlán í sjóðnum þýðir að gengi sjóðsins sveiflast lítið við breytingar á ávöxtunarkröfu bréfanna á markaði. Virk stýring innlána, víxla og ríkisskuldabréfa í sjóðnum gerir það einnig að verkum að mögulegt er að ná fram betri ávöxtun til lengri tíma en ef eingöngu er lagt inn á sparnaðarreikninga.

Veltusafnið hentar fjárfestum sem vilja ávaxta fé í skamman tíma þar sem meðallíftími fjárfestinga sjóðsins er á bilinu 0 til 1 ár. Söluaðilar Veltusafns Íslandssjóða eru Eignastýring Íslandsbanka og Auður Capital. Hægt er að fjárfesta með stökum kaupum í sjóðnum og einnig er hægt að skrá sig í reglulega áskrift.

Íslandssjóðir er leiðandi aðili í stýringu og rekstri íslenskra skuldabréfasjóða. Árið 2009 jukust eignir í ríkisskuldabréfasjóðum Íslandssjóða um 55%.  Íslandssjóðir er að fullu í eigu  Íslandsbanka.

Fjárfestum er bent á að kynna sér útboðslýsingu Veltusafnsins og allar nánari upplýsingar um sjóðinn sem finna má á vef Íslandssjóða. Veltusafn er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Hafa ber í huga að eign í verðbréfasjóði eða fjárfestingarsjóði getur bæði hækkað og lækkað, allt eftir þróun á markaðsverði þeirra.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall