Íslandsbanki styður MIT Global Startup Workshop 2010 í Reykjavík

19.03.2010

Íslandsbanki er meðal samstarfsaðila MIT Global Startup Workshop 2010 en um er að ræða alþjóðlega ráðstefnu um nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi sem haldin hefur verið árlega frá því 1998 með þátttakendum frá allt að 60 löndum.

Ráðstefnan er skipulögð af hópi MBA nema við Háskólann í Reykjavík í samvinnu við nemendur frá MIT háskólanum í Boston og Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlasetur.

Ráðstefnan fer fram á Hilton Hotel Nordica í Reykjavík 24.-26. mars næstkomandi.

Um 350 gestir sækja ráðstefnuna árlega og hefur hún öðlast mikilvægan sess í alþjóðlegu samfélagi nýsköpunar. MIT GSW er framúrskarandi vettvangur til að efla þekkingu og tengslamyndun milli háskólanema, frumkvöðla, sprotafyrirtækja, fjárfesta, háskólakennara, fyrirtækja og stofnanna frá öllum heimsálfum.

Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er "Conquering the Economic Crisis with Innovation, Entrepreneurship and Green Energy".

Meðal þátttakenda í panelumræðu verður Alexander Richter, sérfræðingur á sviði jarðhita hjá Íslandsbanka. Alexander Richter hefur áralanga reynslu á sviði jarðhitaverkefna og fjármögnun þeirra og hefur skrifað fjölda skýrslna um möguleika á sviði jarðhita á Íslandi og í Bandaríkjunum.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á vef Háskólans í Reykjavík.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall