Verklagsreglur um úrlausn skuldavanda fyrirtækja

03.03.2010

Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa unnið sameiginlegar verklagsreglur um úrlausn skuldavanda fyrirtækja í samræmi við ákvæði laga nr. 107/2009, um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins. Þessar verklagsreglur hafa verið staðfestar af Fjármálaeftirlitinu (FME), með bréfi 2. mars 2010. Gerður er fyrirvari um að Samkeppniseftirlitið veiti undanþágu fyrir slíkum samræmdum reglum fjármálafyrirtækja á grunni 15. gr. samkeppnislaga. SFF eiga í samskiptum við Samkeppniseftirlitið hvað þann þátt varðar og vonast til að slík undanþága liggi fyrir fljótlega.

Verklagsreglurnar byggja á 3. gr. laga nr. 107/2009. Þær taka til viðskiptabanka, sparisjóða, eignaleiga og þeirra fjárfestingarbanka sem hafa stundað lánveitingar til fyrirtækja og mynda grunn að vinnubrögðum þeirra við endurskipulagningu atvinnulífsins. Lögin gera ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið staðfesti að reglurnar séu í samræmi við lögin og fela jafnframt sérstakri eftirlitsnefnd að tryggja að þau fjármálafyrirtæki sem undir þær heyra framfylgi slíkum samræmdum reglum. Sú eftirlitsnefnd hefur þegar tekið til starfa.

Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SFF:

"Það er ánægjulegt að þessar verklagsreglur skuli nú líta dagsins ljós. Við smíði reglnanna hafa SFF lagt áherslu á að eiga gott samstarf við samtök í atvinnulífinu og viðskiptanefnd Alþingis, sem kom að þinglegri meðferð málsins þegar lögin voru til umfjöllunar á Alþingi. SFF telja mikilvægt að hérlend fjármálafyrirtæki viðhafi sem samræmdust vinnubrögð við úrlausn á þeim skuldavanda sem fyrirtæki og heimili landsins standa frammi fyrir."

Sameiginlegar verklagsreglur um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall