27 frumkvöðlafyrirtæki nýta sér Kvosina – viðskiptasetur

24.02.2010

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Íslandsbanki opnuðu í janúar 2009 Kvosina, nýtt viðskiptasetur í húsnæði bankans í Lækjargötu.  Í Kvosinni fá einstaklingar og hópar aðstöðu til að vinna að viðskiptahugmyndum og stofna fyrirtæki undir faglegri umsjón sérfræðinga Impru á Nýsköpunarmiðstöð. Íslandsbanki veitir aðgang að allri aðstöðu og húsnæði og því nýtist Kvosin afar vel ýmsum frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum sem eru að stíga sín fyrstu skref í uppbyggingu fyrirtækja.  Kvosin er samstarfsverkefni Íslandsbanka, Nýsköpunarmiðstöðvar og Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Hún er reist á reynslu og þekkingu Impru á Nýsköpunarmiðstöð sem starfrækir nú sex frumkvöðla- og viðskiptasetur víða um land. 

Á þriðja tug fyrirtækja nýta sér aðstöðu

Kvosin hefur fengið mjög góðar viðtökur og nú nýta 27 fyrirtæki og verkefni sér þá aðstöðu og sérfræðiráðgjöf sem þar er í boði og eru starfsmenn þeirra 47 talsins. Aðstaðan er vel nýtt en Kvosin er á tveimur hæðum.  Í Kvosinni eru mjög fjölbreytt verkefni, að baki sumra þeirra eru einstaklingar en einnig er um stærri hópa að ræða. Fyrirtækin þurfa mismikla þjónustu en allir hafa aðgang að ráðgjöfum Impru á Nýsköpunarmiðstöð auk þess sem boðið er uppá fræðsludagskrá þar sem m.a. er fjallað um einkaleyfi, styrki, kynningarmál, markaðssetningu á netinu og fleira.

Meðal þeirra fyrirtækja sem eru með starfsemi í Kvosinni eru Gyðja Collection sem framleiðir fylgihluti fata (accessories) en hún hefur fengið mikla athygli, Telmetwin sem er samfélagssíða í miklum vexti, Kapital Energy sem er að fást við lausnir á sviði endurnýjanlegrar orku og Destination.is sem eru að þróa nýstárlega vefsíðu fyrir ferðamenn.  Það er því fjölbreytt flóra fyrirtækja sem nýta sér aðstöðuna sem í boði er, allt frá tísku til tækni.

Jónas Tryggvi Jóhannsson hjá Destination.is

„Aðstaðan hér í Kvosinni er okkur ómetanleg, þar sem við þyrftum annars að búa til aðstöðu heima hjá okkur. Það er líka ótrúlega gott að hafa fólkið í Nýsköpunarmiðstöð innan handar, því reynslan og þekkingin sem fæst þaðan um hvernig eigi að koma fyrirtækjum af stað er gríðarleg. Við erum að búa til nýja gerð af upplýsingavef á ensku fyrir ferðamenn sem koma til Íslands, destination.is. Á honum munum við lista alla verslun og þjónustu á Íslandi - sama hvort það eru veitingastaðir, búðir eða kaffihús - og ferðamenn sem og heimamenn geta skráð sig inn í gegnum Facebook og skrifað dóma eða gefið þessum aðilum stjörnur."

Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, Gyðja Collection, gydja.is

„Að geta verið í fyrsta flokks skrifstofu húsnæði á besta stað í miðbænum þar sem maður er með aðsetur fyrirtækisins, vörur til sýnis, getur unnið í sinni viðskiptahugmynd, fengið til sín viðskiptavini og verið á meðal frumkvöðla sem allir keppast við sín markmið er alveg einstök forréttindi. Að mínu mati hefur þetta rosalega mikið að segja fyrir frumkvöðla á Íslandi að þessi aðstaða og þjónusta sé í boði og líka á viðráðanlegu verði. Uppbygging á Gyðju Collection gengur vel en krefst mikillar vinnu og þrautseigju og það eru forréttindi að geta unnið við að byggja upp sitt eigið fyrirtæki".

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall