77 umsóknir bárust Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ

19.02.2010

Alls bárust 77 umsóknir um styrk úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ en umsóknarfrestur rann út þann 17. febrúar síðastliðinn.  Umsóknirnar eru frá konum úr fjölmörgum íþróttagreinum. Það er ljóst að íþróttastarf kvenna er mjög öflugt og stórhuga konur um allt land sem stunda afreksíþróttir.

Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ var stofnaður með framlagi bankans árið 2007. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Í febrúarbyrjun var í fyrsta sinn auglýst eftir umsóknum skv. nýrri reglugerð sjóðsins og var umsóknarfrestur til 17. febrúar eins og áður segir.

Stjórn sjóðsins skipa þær Svafa Grönfeldt, Vanda Sigurgeirsdóttir og Þórdís Gísladóttir.  Stjórnin mun fara yfir allar umsóknir sem bárust og koma með tillögu að styrkþegum til framkvæmdastjórnar ÍSÍ.  Í kjölfarið verða styrkirnir afhentir.

Stefnt er að því að veita framvegis styrki úr sjóðnum tvisvar sinnum á ári, í febrúar og september ár hvert.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall