Sjóðir Íslandssjóða skila bestu ávöxtun ríkisskuldarbréfasjóða

04.02.2010

Ríkisverðbréfasjóðir Íslandssjóða, Ríkisskuldabréf - Sjóður 5 og Löng ríkisskuldabréf - Sjóður 7, hafa skilað bestu ávöxtun sambærilegra sjóða yfir nánast öll samanburðartímabil miðað við gengi 30. desember 2009. Þetta kemur fram í óháðum samanburði allra verðbréfasjóða á vefnum sjodir.is.

*M.v. gengi 30.12.2009. Ávöxtunartölur miðast við nafnávöxtun sjóða. Ávöxtun umfram 12 mánuði er umreiknuð í ávöxtun á ársgrundvelli. Styttri tímabil eru ekki umreiknuð.

Í samanburðinum kemur fram að Ríkisskuldabréf - Sjóður 5, sem fjárfestir í meðallöngum ríkisskuldabréfum hefur náð betri ávöxtun en allir sambærilegir sjóðir síðustu 5 ár og er þá sama til hvaða tímabils er horft. Einnig sést að Löng ríkisskuldabréf - Sjóður 7 hefur sýnt einna bestu ávöxtun eigna síðustu 5 árin meðal sambærilegra sjóða, miðað við gengi sjóðanna 30.12. 2009.

Síðastliðið ár var hagstætt verðbréfasjóðum sem fjárfesta í ríkisskuldabréfum. Lækkandi ávöxtunarkrafa á markaði leiddi til hækkandi verðs ríkisverðbréfa og hárrar ávöxtunar á verðbréfasjóðum sem fjárfesta í ríkisskuldabréfum. Verðtryggðir skuldabréfasjóðir hafa notið vaxandi vinsælda undanfarið enda eru þeir leið fyrir fjárfesta til að fá verðtryggingu á eign sína án þess að binda þurfi upphæðina í mjög langan tíma.

Ríkisskuldabréf - Sjóður 5 og Löng ríkisskuldabréf - Sjóður 7 eru verðbréfasjóðir skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Sjóður 5 hefur verið starfræktur síðan árið 1990 og Sjóður 7 frá árinu 1997. Sjóðirnir eru með stærstu sjóðum sinnar tegundar á Íslandi, samtals yfir 50 milljarðar. Rekstraraðili sjóðanna er Íslandssjóðir hf., dótturfélag Íslandsbanka hf. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vef Íslandssjóða hf., islandssjodir.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðanna og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti, fjárfestingarstefnu og vikmörk.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall