Höfuðstólslækkun á eignaleigusamningum fyrirtækja

25.01.2010

Frá og með 27. janúar geta fyrirtæki og einstaklingar í rekstri sem eru í viðskiptum við Íslandsbanka Fjármögnun fengið lækkun á höfuðstól eignaleigusamninga í erlendri mynt.  Lækkunin getur numið allt að 25% og er breytileg eftir samsetningu mynta í hverjum samningi.  Um leið er samningnum breytt úr erlendri mynt í íslenskar krónur með breytilegum óverðtryggðum vöxtum.  Íslandsbanki var fyrsti bankinn til að bjóða uppá höfuðstólsleiðréttingar fyrir einstaklinga bæði á íbúðarlánum og bílafjármögnun. Næsta skref er að bjóða fyrirtækjum og rekstraraðilum viðlíka úrræði, og er þetta fyrsti áfanginn í því ferli.

Höfuðstólsækkun á eignaleigusamningum felur í sér að:

Hægt verður að sækja um höfuðstólslækkun í gegnum vef bankans islandsbanki.is/fjarmognun.  Skilyrði fyrir höfuðstólslækkun er að viðkomandi samningur sé í skilum.

Dæmi:

Dæmi um eignaleigusamning hjá Íslandsbanka Fjármögnun, þar sem upphafleg myntsamsetning var CHF, USD, JPY og EUR. Samningurinn var upphaflega til 7 ára og fyrsti gjalddagi var 3. febrúar 2007. Eftir eru 48 gjalddagar:

Áhrif á eftirstöðvar

Áhrif á greiðslubyrði

Ingvar Stefánsson, yfirmaður Íslandsbanka Fjármögnunar:

„Við höfum frá því í nóvember síðastliðnum boðið einstaklingum höfuðstólslækkun á bílasamningum og bílalánum í erlendri mynt ásamt öðrum úrræðum fyrir viðskiptavini í greiðsluerfiðleikum.  Um 3.500 viðskiptavinir hafa nýtt sér þessi úrræði og þar af eru um 2.500 sem hafa sótt um höfuðstólslækkun, sem sýnir að þetta er úrræði sem nýtist mörgum mjög vel. Fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar í rekstri eru með eignaleigusamninga í erlendri mynt hjá Íslandsbanka Fjármögnun og því er það von okkar að þessi lausn nýtist breiðum hópi viðskiptavina.  Í raun má segja að lausnin sé tvíþætt því hún bæði lækkar höfuðstól og greiðslubyrði."

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall