Afkoma Íslandsbanka á fyrri helmingi ársins 2009

31.12.2009 - Uppgjör
 • Hagnaður eftir skatta var 8,1 ma. kr. á tímabilinu og tekjuskattur er áætlaður 1.372 milljónir.
 • Hreinar vaxtatekjur námu 14,5 ma. kr. og hreinar þóknanatekjur 3,6 ma. kr. Hluti vaxtatekna er tilkominn vegna verðtryggðra eigna umfram verðtryggðar skuldir en verðbólga á tímabilinu var 3,6%.
 • Hreinar rekstrartekjur námu alls 10,2 ma. kr. Þær eru að stærstum hluta tilkomnar vegna gengishagnaðar sem síðan er að mestu leyti gjaldfærður sem virðisrýrnun vegna skertrar greiðslugetu lántaka með tekjur í íslenskum krónum en lán í erlendum myntum.
 • Virðisrýrnun útlána og krafna nam 11,4 ma. kr. Stærstur hluti hennar er tilkominn vegna ofangreindrar virðisrýrnunar gengistryggðra útlána.
 • Gjaldfært iðgjald í Tryggingasjóð innstæðueigenda og fjárfesta var 302 milljónir. Ekki er gjaldfært vegna framtíðarskuldbindinga við sjóðinn.
 • Kostnaðarhlutfall var 27,1%. Kostnaðarhlutfall án gengishagnaðar og óreglulegra kostnaðarliða var 43,6%.
 • Heildarstærð efnahagsreiknings þann 30.06.09 var 741 ma. kr.
 • Arðsemi eigin fjár fyrir tímabilið var 22,5% á ársgrundvelli.
 • Eiginfjárhlutfall (CAD) við lok tímabilsins var 11,13%.
 • Heildarútlán til viðskiptavina og fjármálafyrirtækja námu um 592 ma. kr., innlán námu um 543 ma. kr.
 • Hlutfall heildarinnlána af heildarútlánum var 92% við lok tímabilsins.
 • Eigið fé í árslok nam 76 ma. kr.
 • Heildarfjöldi starfsmanna samstæðunnar var 1.110 við lok tímabilsins

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall