Íslandsbanki lækkar vexti

18.12.2009

Íslandsbanki lækkar vexti frá og með 21. desember næstkomandi á inn- og útlánum í kjölfarið á lækkun stýrivaxta Seðlabankans nýverið.  Þetta hefur í för með sér að algengustu yfirdráttarvextir lækka um 0,5% en vextir á óverðtryggðum innlánum lækka á sama tíma um 0,25%. Kjörvextir óverðtryggðra skuldabréfalána lækka um 0,75% og eru nú 9,00%. Jafnframt lækka vextir á verðtryggðum inn- og útlánum um 0,25%.

Vextir lækka á húsnæðislánum með höfuðstólslækkun

Eins og fram hefur komið býður Íslandsbanki viðskiptavinum sínum höfuðstólslækkun á erlendum og verðtryggðum húsnæðislánum gegn því að lánunum sé breytt í óverðtryggð lán í íslenskum krónum.  Viðskiptavinur hefur þá val um hvort lánið verði með breytilegum eða föstum vöxtum í 3 ár. Síðan bankinn hóf að bjóða þetta úrræði í nóvember síðastliðnum hafa verið gerðar tvær breytingar á vöxtum inn- og útlána. Breytilegir vextir þessarra lána hafa því lækkað úr 7,5% í 6,5% á tímabilinu og fastir vextir úr 9,0% niður í 7,6% að teknu tilliti til afsláttar fyrsta árið.

Lækkun vaxta á bílafjármögnun

Samhliða lækkun á útláns- og innlánsvöxtum Íslandsbanka þá lækkar Íslandsbanki Fjármögnun vexti á útlánum.  Vextir óverðtryggðra útlána lækka um 1% og verða á bilinu 11,8-12,1% eftir lækkun.  Verðtryggðir vextir lækka um 0,15% og verða á bilinu 8,3% til 8,6% eftir breytingu. Þeir viðskiptavinir Íslandsbanka Fjármögnunar sem kjósa að fá höfuðstólslækkun á bílalánum sínum fá 2,6% afslátt af vöxtum fyrstu 12 mánuðina og verða vextir í þeim tilfellum 9,5% með afslætti stað 10,5% áður.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall