Gjafasöfnun í útibúum Íslandsbanka um land allt

03.12.2009

Fyrir jólin í ár starfrækja Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Reykjavíkurdeild Rauðakross Íslands sérstaka gjafadeild þar sem einstaklingar geta nálgast jólagjafir fyrir börn sín. Nú, eins og áður, eiga margir einstaklingar og fjölskyldur um sárt að binda og þurfa að nýta sér aðstoð hjálparstofnana bæði vegna matar og gjafa fyrir jólin. Framlög einstaklinga skipta því sköpum þegar kemur að framboði gjafa og því eru öll framlög vel þegin.

Gjafamóttaka og aðstaða til innpökkunar

Stjórn Starfsmannafélags Íslandsbanka hefur ákveðið að styðja við þetta framtak og hvetur alla starfsmenn til að gefa gjafir til handa börnum í söfnunina. Gjöfum verður safnað saman í útibúum Íslandsbanka um allt land þar sem boðið er upp á aðstöðu til innpökkunar.  Starfsmenn eru hvattir til að sýna gott fordæmi og hvetja einnig viðskiptavini til að koma með gjafir í næsta útibú bankans. Starfsmannafélagið mun koma gjöfum frá starfsmönnum og viðskiptavinum áleiðis til Hjálparstarfs kirkjunnar og Mæðrastyrksnefndar. Útibú Íslandsbanka á landsbyggðinni safna saman gjöfum sem dreift verður til þeirra sem þess þurfa innan hvers bæjarfélags í samstarfi við tengiliði Hjálparstarfs kirkjunnar og Mæðrastyrksnefndar.

Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta komið með gjafirnar í eitt af útibúum Íslandsbanka og starfsmenn sjá um að koma þeim áleiðis. Eins og áður segir er aðstaða til innpökkunar á staðnum sem allir geta nýtt sér. Til aðgreiningar eiga gjafir fyrir stelpur að vera í rauðum gjafapappír en í grænum pappír fyrir stráka. Söfnunin er ekki einskorðuð við starfsmenn og viðskiptavini Íslandsbanka, heldur geta allir sem vilja komið og gefið í söfnunina í útibúum bankans.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall