Þétt setið á fjármálaþingi Íslandsbanka

26.11.2009

Þann 25. nóvember sl. hélt Fyrirtækjasvið Íslandsbanka hádegisfund á Hótel Nordica undir yfirskriftinni "Fjármálaþing Íslandsbanka".  Til fundarins var boðið fulltrúum frá mörgum af stærstu fyrirtækjum í viðskiptum við bankann, en fundurinn hefur verið árlegur viðburður síðustu ár fyrir utan síðastliðið ár.  Mæting var framar vonum og var þétt setið á Nordica þegar Birna Einarsdóttir bankastjóri setti fundinn. Frá Íslandsbanka töluðu auk Birnu þeir Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs, Ingólfur Bender forstöðumaður Greiningar og Stefán Eiríks, forstöðumaður Gjaldeyrisviðskipta. Einnig komu fram á fundinum þeir Ari Fenger, framkvæmdarstjóri 1912 og Gunnar Guðjónsson, forstjóri Opinna Kerfa.

Vilhelm Már ræddi um ferli við endurskipulagningu fyrirtækja og þau úrræði sem bankinn er að móta um þessar mundir til að aðstoða fyrirtæki.  Vilhelm benti á að um er að ræða ferli sem tekur nokkurn tíma og krefst mikillar vinnu sem þarf að fara fram fyrir opnum tjöldum.  Hann var jafnframt bjartsýnn á að stærstur hluti fyrirtækjanna gætu siglt í gegnum núverandi ástand með því að nýta þau almennu úrræði sem bankinn er að móta.  Ingólfur Bender ræddi um þróun hagkefisins og benti á þá staðreynd að þau hagkerfi sem gengið hefðu í gegnum hrun fjármálakerfisins í heiminum hefðu yfirleitt náð að vinna sig nokkuð hratt út úr þeim.  Því væri ástæða til bjartsýni til lengri tíma litið, þrátt fyrir að botninum væri enn ekki náð í niðursveiflunni.  Stefán Eiríks fjallaði um gjaldeyrismarkaðinn og þá staðreynd að þrátt fyrir að markaðurinn væri mun minni en áður væri enn ástæða fyrir viðskiptavini til að nýta sér gjaldreyrisvarnir til að minnka gjaldeyrisáhættu og lágmarka óvissuþætti í rekstri fyrirtækja. 

Einnig var fróðlegt að heyra erindi þeirra Ara Fenger og Gunnars Guðjónssonar, en þeir töluðu um það hvernig fyrirtækin þeirra, 1912 ehf. og Opin Kerfi hefðu unnið sig í gegnum erfiðleikana síðustu 12 mánuði og náð að snúa vörn í sókn. 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall