Fræðsluvefur um fjármál

26.11.2009

Í dag opnar Íslandsbanki fjármálafræðsluvef fyrir almenning á vef bankans. Heiti vefsins er Fjármálin þín og er markmið hans að vera upplýsingaveita um fjármál þar sem almenningur getur leitað að upplýsingum sem snerta flest þau mál sem tengjast fjármálum einstaklinga. Vefurinn miðar að því að landsmenn skilji betur flókinn frumskóg fjármálanna og geti í kjölfarið tekið upplýstar ákvarðanir varðandi fjármál fjölskyldunnar og heimilisins.

Rannsóknir hafa sýnt að skilningur á flóknum heimi fjármálanna er oft á tíðum takmarkaður hjá landsmönnum og að tæpur helmingur þjóðarinnar hefur mikinn áhuga á að fá ítarlegri fræðslu um fjármál. Íslandsbanka er mikið í mun að bregðast við þessum áhuga landsmanna með sérstaka áherslu á að setja fræðsluna fram á skýran og skiljanlegan máta. Þannig getur almenningur öðlast dýpri skilning á eigin fjármálum og aukið fjármálaþekkingu sína.

Á vefnum verður að finna almennar útskýringar á hugtökum úr heimi fjármálanna. Þar verða greinar sem tengjast fjármálum heimilanna, þar sem reynt verður að skýra á mannamáli þau málefni líðandi stundar sem snerta heimilin. Einnig verður umfjöllun um fjármálahugtök og fjármálaþjónustu og fróðleikur um ýmislegt sem hafa þarf í huga við mismunandi aðstæður í lífinu. Auk þess verður boðið uppá námskeið og kennslu á vefnum og notendur geta nýtt ýmsar reiknivélar til að fá sem gleggsta mynd af fjármálum sínum. Greinar inni á vefsvæðinu verða skrifaðar af sérfræðingum bankans og einnig verða aðsendar greinar frá utanaðkomandi aðilum í viðskiptalífinu.

Fjármálin þín

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall