Steypustöðin ehf. í opið söluferli

19.11.2009

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. hefur verið falið að annast ráðgjöf og formlegt ferli sem lýtur að mögulegri sölu á Steypustöðinni ehf., sem er í dag að fullu í eigu dótturfélags Íslandsbanka hf..

Söluferlið verður opið öllum áhugasömum fjárfestum sem uppfylla skilyrði til þess að geta talist fagfjárfestar samkvæmt lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, einstaklingum sem hafa verulegan fjárhagslegan styrk og viðeigandi þekkingu, auk fyrirtækja sem höfðu eiginfjárstöðu sem var hærri en sem nemur 300 m.kr. í árslok 2008. Seljandi áskilur sér þó rétt til þess að takmarka aðgang að söluferlinu í þeim tilvikum þegar fyrir hendi eru lagalegar takmarkanir á því að fjárfestir eignist ráðandi hlut í félaginu, svo sem vegna samkeppnisreglna.

Áhugasamir fjárfestar þurfa að fylla út trúnaðaryfirlýsingu ásamt því að leggja fram nauðsynlegar upplýsingar og gögn sem staðfesta að ofangreind skilyrði séu uppfyllt. Framangreindu skal skilað til Fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka. Sölugögn verða afhent á tímabilinu 23.-27. nóvember með rafrænum hætti á netfang sem fjárfestar tilgreina í trúnaðaryfirlýsingu. Síðasti frestur til að skila inn trúnaðaryfirlýsingu er fimmtudagurinn 26. nóvember kl. 16.00.

Gert er ráð fyrir að skuldbindandi tilboðum með sérstaklega tilgreindum fyrirvörum sé skilað til Íslandsbanka, Kirkjusandi, 105 Reykjavík, miðvikudaginn 2. desember 2009, fyrir kl. 16:00, í umslagi merkt „Fyrirtækjaráðgjöf/Steypustöðin2009". Þeim fjárfestum sem leggja fram hæstu tilboðin og sýna fram á fjárhagslega burði til að standa við tilboðin, verður boðið til áframhaldandi þátttöku í söluferlinu. Fá þeir þá afhent drög að kaupsamningi ásamt aðgangi að nánari upplýsingum um starfsemi og fjárhag fyrirtækisins. Endanlegum tilboðum án fyrirvara, ber að skila í síðasta lagi miðvikudaginn 16. desember 2009, fyrir kl. 16:00, með sama hætti og að framan greinir.

Tilboð verða opnuð í viðurvist óháðs aðila.

Nánari upplýsingar á vef Íslandsbanka

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall