NY Times fjallar um sóknarfæri í nýtingu jarðvarma

11.11.2009

Stórblaðið hefur það eftir Alex Richter, forstöðumanni á orkusviði Íslandsbanka, að hærra verð geti fengist fyrir orku frá jarðvarmavirkjunum heldur en öðrum endurnýtanlegum orkugjöfum, eins og vind- og sólarorkuvera, því rafmagnsframleiðsla jarðvarmavirkjananna sé stöðugri.

Líkur eru á að hærra verð fáist fyrir rafmagn frá jarðvarmarvirkjunum en öðrum raforkuverum í Bandaríkjunum á næstu árum. Sérfræðingar Íslandsbanka telja mikla möguleika felast í nýtingu jarðvarma í vestan hafs.

Jarðvarmavirkjanir framleiða innan við 1% af orkuþörf Bandaríkjanna en ekkert land framleiðir samt meira af rafmagni þannig. Obama-stjórnin hefur gert þróun endurnýtanlegra orkugjafa að forgangsmáli og styður við það á ýmsan hátt. Tæplega þrjátíu fylki hafa sett lög um að ákveðið lágmarkshlutfall þeirrar orku sem notuð er verði að koma frá endurnýtanlegum orkugjöfum.

Þegar eru uppi áætlanir um að auka framleiðsluna um 6.400 MW en hún er 3.100 MW í dag. Kostnaður við þetta er talinn nema um 26 milljónum dollara. Í nýlegri skýrslu Íslandsbanka, um jarðvarmamarkaðinn í Bandaríkjunum, kemur fram að með núverandi tækni sé hægt að framleiða 40.000 MW af orku í viðbót úr jarðvarma og 517.800 MW í viðbót með betri tækni.

Þar felist ýmis tækifæri fyrir fjárfesta. Í skýrslunni kemur fram að með auknum stuðningi stjórnvalda sýni stórfyrirtæki, til dæmis úr olíugeiranum, aukinn áhuga á jarðvarmavirkjunum. Þar eru einnig talin tækifæri fyrir samstarf milli fjárfesta en minni fjárfestar eiga erfitt uppdráttar. Stofnkostnaður, einkum við borun, gerðir þeim erfiðast fyrir.

Nánar um skýrsluna á vef Íslandsbanka

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall