Íslandsbanki leiðréttir höfuðstól bílalána

27.10.2009

Íslandsbanki hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum uppá leiðréttingu á höfuðstól gengistryggðra og verðtryggðra bílalána og bílasamninga. Leiðréttingin felur í sér að höfuðstóll láns er leiðréttur miðað við ákveðið gengi í lok september 2008. Þetta hefur í för með sér að höfuðstóll erlendra bílalána og bílasamninga mun lækka um 23% að meðaltali, m.v. gengið eins og það var 20. október sl. Höfuðstóll verðtryggðra bílalána og bílasamninga í íslenskum krónum lækkar um 5% að meðaltali.

Þetta hefur í för með sér að lánið færist yfir í íslenskar krónur á breytilegum óverðtryggðum vöxtum. Veittur verður afsláttur af vöxtum fyrstu 12 mánuði lánsins. Vextir verða því 10,5% í stað 13,1% í dag. Ef vaxtabreytingar verða á tímabilinu munu vextir breytast í samræmi við það. Eftir 12 mánuði munu vextir miðast við vaxtatöflu Íslandsbanka Fjármögnunar.

Til þess halda greiðslubyrði í lágmarki stendur viðskiptavinum Íslandsbanka til boða að lengja greiðslutíma bílalánsins, þó aldrei lengur en í þrjú ár og að hámarki 75% af þeim fjölda greiðslna sem eftir er á láninu. Hægt verður að sækja um leiðréttingu á höfuðstól bílalána og samninga fram til 15. desember næstkomandi. Viðskiptavinur munu geta sótt um á vef bankans, islandsbanki.is, prentað út viðeigandi skjöl á einfaldan hátt og skilað þeim undirrituðum í næsta útibú Íslandsbanka um land allt.

Dæmi um lækkun á höfuðstól og breytingugreiðslna:

Lán upp á 2,5 m.kr. sem var tekið í nóvember 2007 í erlendri mynt til 84 mánaða, stendur nú í 4,6 m.kr. í dag, og greiðslubyrði eru rúmar 86 þús. kr. Eftir höfuðstólsleiðréttingu lækkar höfuðstóllinn um það bil í 3,5 m.kr. og greiðslubyrði láns verður 54 þús. kr., m.v. að viðskiptavinur velji lengingu á lánstíma.

Una Steinsdóttir,framkvæmdarstjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka:

"Við höfum unnið að þessari lausn í töluverðan tíma og erum mjög ánægð að geta nú boðið hana til þeirra 12.000 einstaklinga sem eru með bílafjármögnun hjá Íslandsbanka Fjármögnun. Stór hluti þeirra er ekki með sín aðal bankaviðskipti í Íslandsbanka og því má segja að þetta sé einnig að nýtast viðskiptavinum annarra banka og sparisjóða. Þetta er í raun annar valkostur en greiðslujöfnunarúrræði ríkisins og það má segja að leiðréttingin nýtist þeim best sem vilja selja bifreið og greiða upp lán, eða þeim sem vilja eyða allri gengisáhættu og færa skuld sína í íslenskar krónur. Það er okkar von að þessi leið geti liðkað fyrir sölu bifreiða, en ekki síst að þetta létti á skulda- og greiðslubyrði einstaklinga. Viðskiptavinum okkar býðst að sjálfsögðu að nýta sér greiðslujöfnunarúrræði ríkisins ef þeir telja það henta þeim betur."

Dæmi um bílasamning í erlendri mynt. Lán tekið 1. nóv. 2007, til 7 ára, upphaflega að fjárhæð kr. 2,5 millj. Greiðslubyrði eftir höfuðstólsleiðréttingu miðast við hámarkslengingu láns (3 ár).

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall