Frumvarp um aðgerðir í þágu heimilanna samþykkt

25.10.2009

Frumvarp um aðgerðir í þágu heimilanna var samþykkt frá Alþingi á föstudag og taka lögin gildi 1. nóvember næstkomandi.

Lagabreytingin felur það m.a. í sér að öll verðtryggð fasteignalán sem eru í skilum fara sjálfkrafa í greiðslujöfnun frá og með gjalddaga 1. desember.

Hægt verður að segja sig úr úrræðinu til 20. nóvember í Netbanka eða næsta útibúi. Hægt að segja sig úr greiðslujöfnun hvenær sem er á lánstímanum 10 dögum fyrir næsta gjalddaga.

Áætlað er að með greiðslujöfnun verði greiðslubyrði á verðtryggðu fasteignaláni allt að 17% lægri til skamms tíma.

Íslandsbanki mun senda bréf til viðskiptavina sinna fyrir 15. nóvember vegna lána sem fara sjálfkrafa í greiðslujöfnun. Þar verður að finna nánari upplýsingar um greiðslujöfnunina og áhrif hennar á greiðslubyrði lána.

Samkomulag um greiðslujöfnun fasteignaveðlána í erlendri mynt og samkomulag um greiðslujöfnun bílalána og bílasamninga verða undirrituð og kynnt á næstu dögum.

Fréttatilkynning Félags- og Tryggingamálarráðuneytisins

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall