Aðgerðir ríkisstjórnar vegna skuldavanda heimilanna

08.10.2009

Ríkisstjórnin hefur kynnt viðamiklar aðgerðir sem fela í sér umtalsverða leiðréttingu á greiðslubyrði af íbúða- og bílalánum og nýjar leiðir til að laga skuldir fólks að núverandi eignastöðu og greiðslugetu.

Aðgerðir stjórnvalda felast í almennum aðgerðum sem hafa að markmiði að lækka greiðslubyrði einstaklinga vegna verðtryggðra og gengistryggðra húsnæðislána og gengistryggðra bílalána. Þetta verður gert með greiðslujöfnun lána þar sem sett verður þriggja ára hámark eða þak á mögulega lengingu lánanna vegna greiðslujöfnunar. Á vefsíðunni island.is er útskýrt hvað felst í greiðslujöfnun þessara lána, hvaða áhrif þakið hefur, hve mikið megi reikna með að greiðslubyrðin lækki og fleira.

Stjórnvöld boða einnig sértækar aðgerðir til að mæta vanda einstaklinga sem eiga í það miklum greiðsluvanda að almennar aðgerðir nægja ekki. Þessi úrræði eru útskýrð í stuttu máli en á næstunni verða einnig settar fram spurningar með svörum til að gera ítarlega grein fyrir hvað í þeim felst.

Samantekt spurninga og svara á island.is er unnin í samvinnu félags- og tryggingamálaráðuneytis og fjölmargra fjármálafyrirtækja og lánastofnana sem koma að þessum úrræðum og framkvæmd þeirra.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall