Bleika Slaufan í tíunda sinn

06.10.2009

Íslandsbanki hefur ákveðið að sýna Krabbameinsfélagi Íslands samstöðu í tilefni átaksins Bleika slaufan, með því að lita forsíðu vefs Íslandsbanka bleikan í byrjun átaksins. En þetta er í fjórða sinn sem bankinn styður við átakið með þessum hætti.

Bleika slaufan, söfnunar- og árvekniátak Krabbameinsfélags Íslands (KÍ), hófst formlega 1. október 2009 og hefur félagið sett sér það markmið að selja 45 þúsund slaufur fram til 15. október þegar slaufusölunni lýkur. Þetta er jafnframt í tíunda sinn sem bleika slaufan er seld hérlendis en sjaldan hefur verið meiri þörf á að styðja við starfsemi Krabbameinsfélagsins en nú.

Allur ágóði af sölu bleiku slaufunnar fer að þessu sinni til leitarstarfs KÍ. Slaufan í ár er hönnuð af Sif Jakobs, sem hlotið hefur alþjóðlega viðurkenningu fyrir skartgripahönnun sína, og veitti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fyrstu slaufunni viðtöku í dag.

Tíu ár eru frá því að árveknisátaki um brjóstakrabbamein var hleypt af stokkunum hérlendis með sölu á bleiku slaufunni og hefur það vaxið og dafnað með hverju árinu sem líður.

,,Sala á bleiku slaufunni gekk einstaklega vel í fyrra þrátt fyrir efnahagshrunið. Þá seldum við ríflega 40 þúsund slaufur sem gerði okkur kleift að ljúka greiðslu á nýjum, stafrænum leitarbúnaði fyrir Leitarstöðina og færa alla skráningu yfir á rafrænt form. Í ár ætlum við að gera enn betur og selja 45.000 slaufur og nú rennur allur ágóði af sölu bleiku slaufunnar beint til leitarstarfsins," segir Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands.

Bleika slaufan kostar aðeins 1.000 krónur, sem er sama verð og í fyrra, og verður hún til sölu dagana 1.-15. október hjá eftirtöldum söluaðilum sem selja slaufuna án álagningar.

Apótek:
Apótekarinn, Apótekið, Lyf og heilsa, Lyfja, Reykjavíkurapótek og Lyfjaval.

Verslanir og afgreiðslustöðvar:
Frumherji, Pósturinn, Eirberg, Eymundsson, Penninn, Nóatún, Þín verslun (Miðbúðin og Melabúðin) og Samkaup (Strax, Úrval, Nettó, Kaskó og Hyrnan).

Leigubifreiðar:
Hreyfill.

Kaffihús:
Kaffiheimur, Kaffitár og Te & kaffi.

Dreifingaraðilar:
Margt Smátt (sími 585-3500) og Parlogis(sími 5900-200).

Eyrnalokkarnir og hálsmenið verða einungis til sölu hjá Krabbameinsfélaginu í Skógarhlíð 8, í Saga Boutique og hjá söluaðilum Sif Jakobs á Íslandi sem eru: Verslanir Leonard í Kringlunni, Smáralind og Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Halldór Ólafsson á Akureyri og 1919 Hótel. Eyrnalokkarnir kosta 9.500 krónur en hálsmenið 11.500 krónur.

Nánari upplýsingar veita:
Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands.
Sími 896 8587
gudrunag@krabb.is

Gústaf Gústafsson, markaðs- og fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélags Íslands.
Sími 662 4156
gustaf@krabb.is

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall