Hlauparar söfnuðu tæpum níu milljónum til góðgerðafélaga

16.09.2009

Líkt og undanfarin ár gafst hlaupurum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka tækifæri til að hlaupa til styrktar góðu málefni. Tæpar níu milljónir söfnuðust til góðgerðafélaga þetta árið. Samtals 67 góðgerðafélög tóku þátt í söfnuninni en til þeirra safnaðist frá þúsund krónum og upp í 1,1 milljón. Alls fengu 27 félög meira en 100.000 krónur í sinn hlut en heildarfjöldi áheita var 4.106.

Almenningur gat heitið á hlaupara í gegnum vef Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, www.marathon.is. Í gegnum vefinn söfnuðust samtals 6,3 milljónir með 2.730 áheitum. Fyrirtæki söfnuðu samtals um 2,7 milljónum með áheitum á hlaupara og var heildarfjárhæð áheita því um 9 milljónir króna, eins og áður segir.

Mest safnaðist fyrir Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna eða rúm 1,1 milljón. Hringurinn, barnaspítalasjóður fékk næst mest af áheitum eða  564 þúsund og Ljósið þriðja mest eða 469 þúsund. Eins og ávallt eru upphæðirnar stórar sem smáar vel þegnar af góðgerðasamtökunum sem þær þiggja.

Óskar Örn Guðbrandsson framkvæmdastjóri Styrktarfélags Krabbameinssjúkra barna var að vonum ánægður með áheitin sem söfnuðust fyrir SKB:

„Þessir fjármunir koma sér svo sannarlega vel og verða meðal annars notaðir til að styrkja félagsmenn fjárhagslega í þeirra hremmingum. Bestu þakkir til allra sem hlupu fyrir og styrktu Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2009."

Góðgerðafélögin taka mörg virkan þátt í hlaupinu og fara út á braut til að hvetja hlaupara til dáða. Mikil stemning skapaðist hjá klappliði Ljóssins í ár sem verður fjölmennara með hverju ári. Erna Magnúsdóttir forsvarskona Ljóssins:

„Stuðningurinn sem við fáum í gegnum Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer beint í að styrkja endurhæfinguna fyrir þá sem greinast með krabbamein, m.a. með styrkjandi námskeiðum. Við lögðum mikið í kynningu á okkar málefnum í ár, vorum með bás á skráningarhátíð í Laugardalshöllinni, kynntum hlaupið á heimasíðunni okkar og fjölmenntum út á brautina til að hvetja hlauparana. Þetta skilaði sér í aukningu á áheitum til okkar sem við erum að sjálfsögðu hæstánægð með. Sendum þakkir til allra sem studdu og hlupu fyrir Ljósið."

Þrátt fyrir að upphæðirnar sem góðgerðafélögin fá til sín séu lægri í ár heldur en í fyrra eru samt fleiri sem heita á hlaupara og styrkja góð málefni þetta árið. Árið 2008 bárust 3.725 áheit en í ár 4.106.

Góðgerðafélögin fengu upphæðirnar sem söfnuðust til þeirra lagðar inná bankareikninga sína í dag.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall