Samningar við kröfuhafa undirritaðir

13.09.2009

Íslandsbanki, skilanefnd Glitnis, fyrir hönd kröfuhafa,  og íslenska ríkið hafa undirritað samninga um uppgjör á milli gamla og nýja bankans og endurfjármögnun Íslandsbanka. 

Umræddir samningar byggja á því rammasamkomulagi sem kynnt var 20. júlí sl. og felur í sér að skilanefnd Glitnis, fyrir hönd kröfuhafa, á þess kost að eignast 95% hlutafjár í Íslandsbanka fyrir 30. september nk. eða fá greiðslu í formi skuldabréfs, útgefnu af Íslandsbanka, og kauprétti á allt að 90% af hlutafé í bankanum á árunum 2011-2015. 

Núverandi stjórnarmenn munu sitja áfram í stjórn bankans. Í stjórn bankans sitja: Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, formaður, Guðmundur R. Jónsson, Katrín Ólafsdóttir, Martha Eiríksdóttir og Ólafur Ísleifsson. 

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

,,Ég er afar ánægð með að samningar séu í höfn enda um mikilvægan áfanga í uppbyggingu íslenska fjármálakerfisins að ræða.  Nú eiga kröfuhafar eftir að ákveða hvort þeir eignist bankann strax eða hvort þeir fái greiðslu í formi skuldabréfs ásamt kauprétti á bankanum. Báðar þessar leiðir skapa bankanum trausta og spennandi framtíð. Íslandsbanki mun áfram leggja höfuðáherslu á vinna með fyrirtækjum og heimilum í landinu svo tryggja megi sem hraðasta uppbyggingu íslensks efnahagslífs á næstu misserum. Þar  fara hagsmunir allra aðila saman".

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall