Breytt fyrirkomulag í Latabæjarhlaupinu í ár

17.08.2009

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer næstkomandi laugardag, 22. ágúst. Í ár verður breytt fyrirkomulag á Latabæjarhlaupið þar sem hlaupið verður frá Hljómskálagarðinum.

Ólíkir aldurshópar barna eru látnir hlaupa á mismunandi tímum og stað til að börnin fái meira út úr hlaupinu og hafi meira pláss til að hlaupa.

Elstu börnin (8 og 9 ára) hlaupa 2 km leið frá Sóleyjargötu í kringum Tjörnina og til baka aftur (gul leið). Börn á aldrinum 6-7 ára hlaupa 1,5 km leið frá Bjarkargötu í kringum Tjörnina og enda aftur í Bjarkargötu (rauð leið). Yngstu börnin (5 ára og yngri) hlaupa 700 metra hring í Hljómskálagarðinum (græn leið).

Fyrir hlaup verður upphitun á sviði í suðurenda Hljómskálagarðsins þar sem bæði Íþróttaálfurinn og Solla Stirða koma við sögu. Eftir hlaupið verður síðan skemmtidagskrá á sama sviði. Upphitun hefst kl. 12:40 en hlauparar verða ræstir af stað á bilinu kl. 13:00-13:15.

Þátttökugjaldið í Latabæjarhlaupið er það sama og undanfarin ár kr. 800. Skráning fer fram vef marathon.is

Nánari upplýsingar á islandsbanki.is og á marathon.is.

Latabæjarhlaup 2009 kort af Hljómskálagarði

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall