Góð skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

14.08.2009

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram þann 22. ágúst næskomandi.  Eins og síðustu ár er mikill áhugi fyrir hlaupinu og hefur skráning gengið mjög vel.  Nú hafa 10% fleiri skráð sig í hlaupið en á sama tíma í fyrra, og stefnir í metþátttöku enn eitt árið. Samtals höfðu 3.006 manns skráð sig í gær, þar af eru 1.288 manns skráðir í 10 km. hlaupið, 876 í hálfmaraþon og 567 í heilt maraþon en í fyrra hlupu samtals 10.800 manns. Gert er ráð fyrir að skráningar taki verulegan kipp í næstu viku sem er síðasta vikan fyrir hlaup. 

Eins og undanfarin ár þá munu þátttakendur verða ræstir út í Lækjargötu, fyrir framan útibú Íslandsbanka. Það er hefð fyrir því að það skapist mikil stemning á götum miðbæjarins þennan morgun og því tilvalið fyrir alla, þátttakendur sem aðra, að koma og hvetja hlauparana af stað. Borgarbúar eru einnig hvattir til að kynna sér hlaupaleiðirnar og koma út á stétt og skapa stemningu þegar þátttakendur hlaupa hjá, en það setur ávallt skemmtilegan svip á hlaupið.

Dagsskráin við Lækjargötu verður eftirfarandi:

Nýbreytni í Latabæjarhlaupi

Latabæjarhlaupið verður á sínum stað líkt og sl. 3 ár. Hlaupið er ætlað börnum 9 ára og yngri en foreldrar og forráðamenn geta hlaupið með börnunum. Hlaupið hefst með upphitun Íþróttaálfsins og Sollu stirðu kl. 12:45 í Hljómskálagarðinum.  Sú nýbreytni verður í ár að hlaupið verður í kringum Tjörnina og verður ræst út frá 3 mismunandi stöðum við Hljómskálagarðinn eftir aldri þátttakenda.  Stefnt er að því að mynda mikla stemningu í kringum hlaupaleiðina á meðan á hlaupinu stendur til að hvetja krakkana áfram. Að hlaupi loknu verða skemmtiatriði í Hljómskálagarðinum.

Hægt er að skrá þátttöku og fá allar upplýsingar um Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og Latabæjarhlaupið á vef Íslandsbanka, www.islandsbanki.is/marathon og á vefsíðunni http://www.marathon.is.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall