Styttist í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

05.08.2009

Núna eru 18 dagar í Reykavíkurmaraþon Íslandsbanka. Skráningin gengur vonum framar og eru umsjónarmenn hlaupsins farnir að gera sér vonir um að slá enn eitt  aðsóknarmetið.  Núna hafa 88% fleiri skráð sig í hlaupið í forskráningu en var á sama tíma í fyrra.
Skráning í hlaupið fer fram á
www.marathon.is

Síðastliðinn föstudag voru 1788 skráðir, 926 konur og 862 karlar. Flestir hafa skráð sig til þátttöku í 10 km hlaupinu eða 668 en 542 eru skráðir í hálft maraþon. Í heilt maraþon eru skráðir 463 hlauparar en skráning er lítið farin af stað í skemmtiskokkið þar sem aðeins 115 hafa forskráð sig.

Skráningar undanfarin ár
Ef skráningartölur fyrir hlaupið undanfarin ár eru skoðaðar þá kemur í ljós að það hefur fjölgað jafnt og þétt í hlaupinu frá 2005. Það má segja að árið 2006 hafi orðið sprenging í þátttökunni þar sem fjölgunin milli ársins 2005 og 2006 var rúmlega 6000 hlauparar. Munaði þar mestu um að þá var nýrri vegalengd - Latabæjarhlaupinu bætt við sjálft Reykjavíkurmaraþonið og börnin boðin sérstaklega velkomin.

Við hvetjum alla til að skrá sig sem fyrst. Við minnum líka á upplýsingasíðu Íslandsbanka fyrir Reykjavíkurmaraþonið, en þar er ýmis fróleikur og upplýsingar sem áhugavert er að kynna sér.

www.islandsbanki.is/marathon

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall