Bergþóra Baldursdóttir
Sérfræðingur í Greiningu Íslandsbanka
22. desember 2017

Íslendingar bjartsýnir í árslok

Væntingavísitala Gallup var birt í gær. Væntingavísitalan hækkaði um 13 stig milli mánaða og stendur nú í 137 stigum og hefur aðeins einu sinni mælst hærri undanfarinn áratug. Það endurspeglar almenna bjartsýni meðal neytanda í dag.

Athygli vekur að allar undirvísitölurnar eru umfram 100 stiga jafnvægisgildið sem markar jafnvægið milli bjartsýni og svartsýni. Aðeins ein undirvísitala lækkaði lítillega milli mánaða, mat á núverandi ástandi, sem lækkaði um 1,6 stig en stendur þó hæst allra undirvísitalnanna í 162,4 stigum.

Allar aðrar undirvísitölur hækkuðu talsvert. Væntingar til 6 mánaða hækkuðu mest á milli mánaða (22,8) og stendur sú vísitala í 120,1 stigi. Þar að auki hækkuðu undirvísitölurnar fyrir mat á efnahagslífinu (17,9) sem mælist í 145,5 stigum og mat á atvinnuástandi (13,0) sem stendur í 136,1 stigi.

Fyrirhuguð stórkaup

Einnig birti Gallup nýjar tölur um fyrirhuguð stórkaup neytenda, en þessar mælingar eru birtar ársfjórðungslega. Vísitalan fyrir fyrirhuguð stórkaup stendur nú í 68,7 stigum og lækkaði um 0,6 stig frá síðustu mælingu í september.

Athyglisvert er að skoða fyrirhuguð bifreiðakaup sem hækka um 2,7 stig milli mælinga. Sú vísitala mælist 30,8 stig og er 4,5 stigum hærri en í desember í fyrra. Karlar mælast líklegri en konur til bifreiðakaupa. Karlar standa í 39,9 stigum og konur í 22,9.

Fyrirhuguð húsnæðiskaup hækka milli mánaða (3,0). Er sú vísitala sem stendur í 7,1 stigi en hefur þó lækkað frá því í desember í fyrra um rúmlega 3 stig. Athyglisvert er að sjá að yngsti hópurinn, 16-24 ára, hækkaði mest milli mánaða (13,9), og mælist stærstur og stendur í 16,2 stigum.

Að lokum eru fyrirhugaðar utanlandsferðir mældar. Lækkar mælingin milli mánaða (-6,4) og mælist 168,1 stig en er þó ríflega 4 stigum hærri en á sama tíma í fyrra. 

Netspjall