Björn Berg Gunnarsson
Fræðslustjóri
6. október 2017

Hvað ef við vinnum HM?

Það er allt of snemmt að spá íslenskum sigri á HM, en við létum okkur þó hafa það að líta á verðlaunaféð. Leikmenn semja eflaust um að fá hluta af væntanlegu verðlaunafé og vonandi verður allt slíkt uppi á borðum. Það sem eftir situr mun þó geta gjörbreytt rekstri knattspyrnusambandsins, enda um himinháar upphæðir að ræða.

Til samanburðar kostaði innan við milljarð króna að reka KSÍ árið 2015, síðasta „hefðbundna“ rekstrarár sambandsins. Sjá ársreikning KSÍ 2016.

Hér að neðan má sjá það verðlaunafé sem ætla má að Íslendingar gætu fengið frá FIFA, ef svo ólíklega vill til að við förum alla leið.

 

Netspjall