Íslandsbanki: Leiðrétting vegna tilkynningar um stækkun tveggja flokka sértryggðra skuldabréfa

10.05.2012

Íslandsbanki vill koma á framfæri leiðréttingu á tilkynningu frá 3. maí 2012 vegna stækkunar á tveimur flokkum sértryggðra skuldabréfa.

Rétt er að skuldabréfaflokkurinn ISLA CBI 19 er stækkaður sem nemur ISK 630.000.000 en ekki 635.000.000. Heildarstærð ISLA CBI 19 útgáfunnar er því nú ISK 2.460.000.000 og  hefur Íslandsbanki alls gefið út sértryggð skuldabréf að upphæð ISK 8.810.000.000 frá fyrstu útgáfu bankans á slíkum bréfum í desember 2011. Heildareftirspurn í útboðinu var ISK 2.180.000.000 og var 68% tilboða tekið, að upphæð ISK 1.480.000.000.

Fyrirhugað er að bréfin verði tekin til viðskipta þann 10. maí. Viðskiptavakt fyrir alla flokka sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka er á vegum MP banka.

Bréfin eru gefin út í samræmi við lög nr. 11 frá 2008 um sértryggð skuldabréf þar sem strangar kröfur eru gerðar til útgefenda. Tryggingasafnið að baki skuldabréfunum skal standast sérstök vikuleg álagspróf með tilliti til vaxta og gengis gjaldmiðla. Þá hefur Fjármálaeftirlitið sérstakt eftirlit með útgáfunni og tilnefnir jafnframt sjálfstæðan skoðunarmann til að sinna eftirliti. Skýrslur um tryggingasafnið að baki sértryggðu skuldabréfunum eru gefnar út ársfjórðungslega og má finna á vef Íslandsbanka.

Nánari upplýsingar veita:

  • Fjárfestatengill – Tinna Molphy, tinna.molphy@islandsbanki.is og í síma 440 3187.
  • Upplýsingafulltrúi – Guðný Helga Herbertsdóttir, gudny.helga.herbertsdottir@islandsbanki.is  og í síma 440 3678.

Eldri fréttir

Islandsbanki hf. : Íslandsbanki lýkur víxlaútboði

22.06.2015 - Kauphöll
Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á víxlum til 4 og 6 mánaða. Hver flokkur getur að hámarki orðið 1,5 ma. kr. að nafnvirði. Seldir voru víxlar í...Nánar

Islandsbanki hf. : Flokkar sértryggðra skuldabréfa stækkaðir

11.06.2015 - Kauphöll
Íslandsbanki hf. hefur í dag lokið útboði á einum óverðtryggðum og tveimur verðtryggðum flokkum sértryggðra skuldabréfa. Verðtryggði flokkurinn ISLA...Nánar

Islandsbanki hf. : Skyldum viðskiptavaka með skuldabréf Íslandsbanka aflétt tímabundið

08.06.2015 - Kauphöll
Í framhaldi af því að Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að stöðva tímabundið viðskipti með tiltekna skráða fjármálagerninga hefur Íslandsbanki ákveðið...Nánar

Íslandsbanki hf. : Afkoma fyrsta ársfjórðungs 2015

13.05.2015 - Kauphöll
Hagnaður bankans eftir skatta var 5,4 ma. kr. á fyrsta ársfjórðungi 2015 samanborið við 8,3 ma. kr. á sama tímabili 2014 en þá voru tekjur af...Nánar

Islandsbanki hf. : MP banki annast viðskiptavakt með sértryggð skuldabréf ISLA CBI 26

06.05.2015 - Kauphöll
Íslandsbanki hf. hefur samið við MP banka um að hinn síðarnefndi annist viðskiptavakt með ISLA CBI 26, útgefnum sértryggðum skuldabréfum (e. Covered...Nánar

Islandsbanki hf. : Afkoma fyrsta ársfjórðungs 2015 birt miðvikudaginn 13 maí 2015

04.05.2015 - Kauphöll
Íslandsbanki mun birta afkomu fyrsta ársfjórðungs 2015 fyrir opnun markaða miðvikudaginn 13. maí 2015.Nánar

Islandsbanki hf.: fær lánshæfismat frá Fitch; BBB-/F3 með stöðugum horfum

30.04.2015 - Kauphöll
Lánshæfismat Íslandsbanka endurspeglar sterka stöðu á innlendum markaði og góða eiginfjárstöðu bankans. Þetta kemur fram í lánshæfismati fyrir...Nánar
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall