Næstu útgáfur

Áætluð útgáfa sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka verður á bilinu 20-25 ma. kr. króna á árinu 2018.

Stefnt er að því að útboð sértryggðra skuldabréfa verði mánaðarleg árið 2018 og verða að jafnaði tilkynnt í fréttaveitu Nasdaq Iceland eigi síðar en næsta viðskiptadag á undan fyrirhuguðu útboði.

Til greina kemur að auka við hámarksstærð útistandandi flokka sem og að bæta við nýjum flokkum á árinu.

Meðfylgjandi listi sýnir áætlaðar útboðsdagsetningar sértryggðra skuldabréfa á árinu 2018.

Sértryggð skuldabréf útgáfuvika:

 • Vika 4
 • Vika 8
 • Vika 12
 • Vika 17
 • Vika 21
 • Vika 25
 • Vika 29
 • Vika 33
 • Vika 37
 • Vika 42
 • Vika 47
 • Vika 51

Íslandsbanki áskilur sér allan rétt til að breyta ofangreindri áætlun þ.m.t. fella niður, fjölga eða breyta útboðsdögum, breyta áætlaðri útgáfufjárhæð og gera aðrar breytingar eins og þörf er á, án fyrirvara.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall