Sáttir

Vegna þeirra erfiðu efnahagsaðstæðna sem ríkt hafa í íslensku efnahagslífi hefur Íslandsbanki neyðst til að taka yfir nokkur fyrirtæki í ýmiskonar starfsemi og er bankinn því orðinn óbeinn þátttakandi á mörkuðum utan fjármálastarfsemi. Við slíka yfirtöku starfar bankinn eftir skýrum verklagsreglum sem ætlað er að stuðla að traustum rekstri fyrirtækja en um leið að tryggja jafnræði milli hins yfirtekna fyrirtækis og samkeppnisaðila. Bankinn hefur haft sjónarmið samkeppnisréttar að leiðarljósi og unnið náið með Samkeppniseftirlitinu til þess að tryggja að samkeppnishindrandi aðstæður leiða ekki af yfirtökunni.

Íslandsbanki og Samkeppniseftirlitið hafa gert með sér sáttir í samræmi við 17. gr. f. samkeppnislaga nr. 44/2005 og 22. gr. reglna nr. 880/2005 um málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins vegna yfirtöku bankans á eftirfarandi fyrirtækjum:

 

Kaup FAST-1 slhf. á HTO ehf.

28.08.2014
Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna FAST-1 slhf. og HTO ehf. Félögin starfa við útleigu á atvinnuhúsnæði, helsta eign sameinaðs félags er turninn og viðbygging hans að Höfðatúni 2 í Reykjavík

Kaup Íslandsbanka hf. á hlutafé í Frumherja hf.

28.08.2014
Í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar á Frumherja hf., færðist 100% eignarhald á Frumherja til eignarhaldsfélagsins Fergins ehf. 
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall