Stjórn bankans

Í stjórn bankans sitja sjö einstaklingar, og þrír varamenn, sem kosnir eru á hverjum aðalfundi til eins árs í senn. Stjórnarformaður er kosinn af hluthafafundi. Engin takmörk eru fyrir því hve lengi stjórnarmenn mega sitja í stjórn bankans. 

Stjórn bankans fer með æðsta vald í málefnum bankans á milli hlutahafafunda nema þegar lög eða samþykktir bankans kveða á um annað. Stjórn ber ábyrgð á mótun stefnu bankans og felur bankastjóra nánari útfærslu og framkvæmd hennar. Stjórn hefur eftirlit með starfsemi bankans og að hún sé ávallt í samræmi við lög, reglur og góða viðskiptahætti. Stjórn skipar bankastjóra og innri endurskoðanda.

Starfsreglur stjórnar eru settar á grundvelli 70. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög og 54. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Gildandi reglur frá 27. ágúst 2013 má finna á vefsíðu bankans. Samkvæmt starfsreglum stjórnar eru fundir stjórnar lögmætir ef fimmstjórnarmenn hið minnsta sækja fund.

Öflug stjórn með alþjóðlega reynslu og þekkingu af fjármálamörkuðum
Af níu stjórnarmönnum eru fjórir erlendir og hafa þeir allir yfirgripsmikla þekkingu á fjármálastarfsemi, endurskoðun og stjórnarháttum fyrirtækja.

Allir stjórnarmenn bankans teljast óháðir bankanum og stórum hluthöfum bankans að undanskildum Árna Tómassyni sem telst háður ISB holding ehf. sem er dótturfélag Glitnis banka hf., vegna setu Árna í skilanefnd Glitnis banka hf. frá september 2008 til september 2011.

Friðrik Sophusson

Formaður stjórnar frá janúar 2010


 

Friðrik Sophusson hefur víðtæka reynslu og þekkingu á sviði efnahagsmála og stjórnunar fyrir tækja og hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir fyrir tæki, stofnanir og félagasamtök sem og sinnt stjórnarsetu.

Friðrik var framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags Íslands 1972-1978 þegar hann tók sæti á Alþingi. Friðrik átti sæti í ríkisstjórn 1987-1988, þá sem iðnaðar- og orkumálaráðherra og síðar sem fjármálaráðherra, 1991-1998. Árið 1999 tók Friðrik við starfi forstjóra Landsvirkjunar sem hann gegndi í tæp 11 ár.

Friðrik er með embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands.

Formaður nefndar um stjórnarhætti, starfskjör og starfsmannamál.

John E. Mack

Varaformaður stjórnar frá janúar 2010


 

John E. Mack er bandarískur ríkisborgari með mikla þekkingu og reynslu á sviði alþjóðlegrar banka- og fjármálaþjónustu sem og á sviði yfir töku og samruna fyrir tækja.

John Mack var forstjóri og fjármálastjóri hjá Shinsai Bank í Tokyo 2002-2005. John Mack starfaði hjá Bank of America og tengdum félögum 1978-2001, síðast sem yfirmaður fjármögnunar móðurfélags bankans. Þá var hann einnig forstjóri fyrir tækisins Strategic Solutions, sem er að meirihluta í eigu Bank of America.

John Mack er með MBA-gráðu frá Virginia Darden School of Business og gráðu í hagfræði frá Davidson College.

Nefndarmaður í áhættu- nefnd stjórnar og nefnd um stjórnarhætti, starfs- kjör og starfsmannamál.

Neil Graeme Brown

Stjórnarmaður frá janúar 2010


 

Neil Graeme Brown er breskur ríkisborgari með yfirgripsmikla reynslu á sviði fjármálastarfsemi og endurskipulagningar alþjóðlegra fyrirtækja.

Hann var meðeigandi endurskoðunarskrifstofu Coopers og Lybrand (nú PwC) í London 1990-1996 og hefur víðtæka þekkingu á sviði yfir töku og samruna fyrir tækja í Bandaríkjunum og Evrópu. Neil Brown hefur komið að skráningu fjölda fyrir tækja í Kauphöllinni í London og á Nasdaq og setið í stjórnum fjölda fyrir tækja á sviði fjárfestinga og fjármála.

Neil Brown er með M.A.-gráðu í klassískum fræðum frá Emmanuel College og er löggiltur endurskoðandi.

Formaður endurskoðunarnefndar stjórnar og nefndarmaður í lánanefnd stjórnar.

Árni Tómasson

Stjórnarmaður frá janúar 2010


 

Árni Tómasson hefur starfað við endurskoðun banka og fjármálafyrir- tækja frá 1985. Hann var meðeigandi og síðar stjórnarformaður hjá Deloitte til 2001. Árni hefur stundað kennslu í meistaranámi við Há- skólann í Reykjavík og áður í Háskóla Íslands samtals í yfir 20 ár. Árni starfaði sem banka- stjóri Búnaðarbankans 2001-2003, en hefur frá þeim tíma rekið eigið ráð- gjafarfyrir tæki. Á árunum 2008-2011 gegndi Árni formanns- stöðu skilanefndar Glitnis banka.

Árni er með Cand.Oecon.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og er löggiltur endurskoðandi.

Formaður lánanefndar stjórnar og nefndarmaður í endurskoðunarnefnd stjórnar.

Marianne Økland

Stjórnarmaður frá janúar 2010


 

Marianne Økland er norskur ríkisborgari og starfar sem framkvæmdastjóri Avista Partners. Marianne Økland starfaði hjá JP Morgan 1998-2007, m.a. sem sérfræðingur á sviði skuldabréfafjármögnunar fyrir tækja og fjármálastofnana. Á árunum 1994-1998 starfaði hún við skuldabréfafjármögnun hjá Union Bank of Switzerland (UBS). Marianne Økland var ráðgjafi hjá ráðgjafafyrir tækinu Marsoft Ltd. á árunum 1988-1993, en fyrir tækið sérhæfir sig ráðgjöf tengdri fjárfestingum í skipaiðnaði

 

Marieanne Økland er með M.Sc.-gráðu í fjármálum, hagfræði og stærðfræði frá Norwegian School of Economis and Business Administration.

Formaður áhættunefndar stjórnar og nefndarmaður í endurskoðunarnefnd stjórnar.

Dr. Þóranna Jónsdóttir

Stjórnarmaður frá september 2013


 

Þóranna starfar sem forseti viðskiptadeildar við Háskólann í Reykjavík, áður var hún framkvæmdastjóri stjórnunar og rekstrar við skólann. Þóranna hefur talsverða reynslu af stjórnarsetu.

Meðal fyrri starfa eru framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Auði Capital, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Vistor/Veritas Capital hf., og lektor, forstöðumaður og stjórnendaráðgjafi við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.

Þóranna er með doktorsgráðu (DBA) á sviði stjórnarhátta frá Cranfield University í Bretlandi, MBA gráðu frá IESE í Barcelona, og meistaragráðu í lyfjafræði frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið prófi til löggildingar í verðbréfamiðlun.

Helga Valfells

Stjórnarmaður frá september 2013


 

Helga Valfells hefur verið framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins frá árinu 2010 og áður stýrði hún fjárfestingum sjóðsins. Helga hefur m.a. sinnt störfum fyrir Estée Lauder UK, Merrill Lynch International Europe, Útflutningsráð Íslands, verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra og nú síðast sérfræðingur hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins.

Helga var aðstoðarmaður viðskiptaráðherra árið 2009. Hún hefur áralanga reynslu af stjórnarsetu en hún hefur verið stjórnarmaður m.a. í Orf Líftækni, Gangverði, Mentor, Frumtaki, Gagnavörslunni og Innovit.

Helga er með MBA gráðu frá London Business Schoool og BA í hagfræði frá Harvard University.

Varamenn

  • Margrét Kristmannsdóttir, frá september 2014
  • Gunnar Fjalar Helgason, frá september 2013
  • Jón Eiríksson, frá janúar 2011
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall