Sagan

Íslandsbanki er fyrirtæki með djúpar rætur í íslenskri atvinnusögu.

Allt frá stofnun fyrsta bankans undir nafninu Íslandsbanki hafa fyrirrennarar bankans verið helgaðir þjónustu og stuðningi við atvinnuvegi landsins.

Bankinn varð til við sameiningu Útvegsbankans, Iðnaðarbankans, Verzlunarbankans og Alþýðubankans árið 1990 en þessi samruni markaði tímamót í fjármálalífi Íslendinga. 

Önnur rót liggur í gegnum gagnmerka sögu íslensku sparisjóðanna, frá stofnun fyrsta sparisjóðsins árið 1875 og allt fram til 2011 þegar Byr sparisjóður sameinaðist Íslandsbanka.

Það er á þessari 140 ára sögu af þjónustu við fólkið í landinu og lykilatvinnuvegi þjóðarinnar sem bankinn byggir sérþekkingu sína á þörfum atvinnugreina á borð við sjávarútveg, vinnslu endurnýtanlegrar orku og þjónustu við gas- og olíuiðnað.

Íslandsbanki varð til í núverandi mynd eftir fall íslenska fjármálakerfisins haustið 2008. Í kjölfarið voru innri stoðir bankans styrktar og byggðar upp en frá 2011 hefur áherslan verið á ytri vöxt og samþættingu, meðal annars með sameiningu bankans við Byr og Kreditkort.

Saga bankans er rakin á aðgengilegan hátt á tímalínunni hér fyrir neðan.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall