Lykilnefndir

Bankastjóri og lykilnefndir framkvæmdastjórnar bera ábyrgð á framkvæmd áhættustýringar og innra eftirlits í umboði stjórnar. Í krafti þess umboðs gefa nefndirnar út ítarlegar leiðbeiningar um áhættumat og einstök áhættumörk í samræmi við skilgreindan áhættuvilja bankans.

Skipan nefnda er ákveðin af bankastjóra en erindisbréf þeirra og vinnureglur samþykktar af stjórn:

  • Framkvæmdastjórn stýrir stefnu bankans varðandi rekstraráhættu á samstæðugrundvelli og hefur umsjón með stefnu bankans um rekstraráhættu. 
  • Áhættunefnd fer með stjórn og eftirlit útlánamála, útlánaáhættu og annarrar mótaðilaáhættu í samræmi við lánastefnu og útlánareglur bankans. Nefndin hefur umsjón með stefnu bankans um útlánaáhættu, aðrar lánareglur og samþykkir einstakar vörur bankans í samræmi við vörusamþykktarferli. 
  • Efnahagsnefnd hefur umsjón og eftirlit með öðrum fjárhagslegum áhættum eins og markaðsáhættu, lausafjáráhættu og vaxtaáhættu í fjárfestingarbók. Efnahagsnefnd hefur umsjón með stefnum bankans um markaðs- og lausafjáráhættu. 
  • Fjárfestingarráð tekur ákvarðanir um kaup eða sölu hluta í fyrirtækjum sem og aðrar tegundir fjárfestinga, t.d. í fjárfestingarsjóðum og fasteignum.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall