Dimmalimm - frestað

13:00 - 14:00

Útibú Húsavík

Dimmalimm er án efa eitt ástsælasta ævintýri þjóðarinnar. Sagan er eftir listamanninn Mugg frá Bíldudal. Ævintýrið fjallar um prinsessuna Dimmalimm sem eignast góðan vin sem er stór og fallegur svanur. En einsog í öllum góðum sögum þá gerist eitthvað óvænt og ævintýralegt. Hér er þessu fallega ævintýri gerð skil með töfrum brúðuleikhússins og eins leikara. Sýningin er haldin í útibúi bankans á Húsavík (Stóragarði 1). Frítt er inn á viðburðinn og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Boðið verður upp á léttar veitingar. Athugið að engin bankaþjónusta verður í útibúinu sjálfu. Krakkabankinn er viðburðaröð Íslandsbanka sem er ætlað að höfða til yngstu kynslóðarinnar og vera blanda af skemmtun og fræðslu.