Kort frá Íslandsbanka

Öll kortin þín og aðgerðir á einum stað.

Sækja kortaappið:

Fyrir iOS

Fyrir Android

Hvað get ég gert í appinu?

 • Séð stöðu korta í rauntíma

 • Dreift kortafærslum og -reikningum

 • Stillt heimild kreditkorta

 • Sótt um debet- og kreditkort

 • Stofnað sparnaðar- og debetreikning

 • Sótt PIN númer

 • Fryst kort

 • Greitt með Android símum í öllum posum

 • Skoðað stöðu Vildarpunkta Icelandair

 • Virkjað tilboð í Fríðu, fríðindakerfi Íslandsbanka

Snerti­lausar greiðslur með símanum þínum


Með kortaappi Íslandsbanka getur þú greitt með debet- og kreditkortunum þínum frá Íslandsbanka í gegnum símann. Lausnin er í virkni um allan heim í þeim posum sem bjóða snertilausa virkni. Úttektarheimildir og öll önnur virkni appsins er sú sama og þegar greitt er með greiðslukorti. 

Hvernig borga ég með símanum?


Þú virkjar kortið í kortaappinu frá Íslandsbanka

 1. Þegar þú kemur að posa aflæsir þú símanum með persónubundnum öryggisþætti (fingrafari, augnskanna eða lykilorði). Þú þarft ekki að opna kortaappið.
 2. Þú leggur símann að posanum.*

*Við vissar aðstæður gætir þú verið beðin(n) um að auðkenna þig aftur.

Snertilausar greiðslur með símanum verða fyrst um sinn aðeins í boði fyrir handhafa kreditkorta og fyrirframgreiddra korta Íslandsbanka, og einungis með Android stýrikerfi.

Þetta gerir þú bara í fyrsta skipti


Það er einfalt og fljótlegt að virkja kort til að greiða með símanum.

Öryggi greiðslna með símanum


Greiðslur með símanum eru ávallt tengdar undirliggjandi greiðslukorti. Öll greiðslukort Íslandsbanka eru gefin út með heimild Mastercard. Snertilausar greiðslur með farsíma eru einnig þróaðar í samvinnu við Mastercard og fylgja öllum þeim öryggiskröfum sem fyrirtækið setur. 

Þegar kort er virkjað fyrir snertilausar greiðslur verður til sýndarnúmer (token) sem símtækið notar. Hið eiginlega kortanúmer er því ekki notað þegar greitt er með símanum, sem eykur öryggi snertilausra greiðslna.

Til þess að geta notað síma sem greiðsluleið er nauðsynlegt að notendur noti viðeigandi öryggisstillingar til þess að aflæsa símtækinu, t.d. PIN númer eða fingrafar. Þar sem auðkenningarleið símtækis er nú nýtt sem staðfesting á greiðslu er mikilvægt að notendur passi vel upp á hverja þá auðkenningarleið sem notuð er og tryggi að hún sé ekki aðgengileg öðrum en notandanum sjálfum.

Snertilausar greiðslur


Borgaðu með símanum í næsta posa!