Við erum þar sem þú ert!

Hér finnur þú upplýsingar um þær lausnir sem eru í boði hjá okkur sem geta hjálpað þér í þessum fáheyrðu aðstæðum vegna COVID-19. Við munum uppfæra þessar upplýsingar jafnt og þétt eftir því sem breytingar verða.

Upplýsingar um breytta opnunartíma eru hér fyrir neðan.

Næstu skref

Netspjallið er opið frá 9-18 alla virka daga og þú getur auðkennt þig með rafrænum skilríkjum.

Útibú og hraðbankar


Dyrunum á útibúum bankans hefur verið lokað, en við verðum þó til staðar fyrir þá viðskiptavini sem þurfa þjónustu í brýnni nauðsyn. Viðskiptavinir eru beðnir um að nýta sér stafrænar lausnir fyrir alla helstu bankaþjónustu.

 • Bóka tíma - þeir sem hafa brýna þörf fyrir að mæta í útibú þurfa fyrst að panta símtal.
 • Hafa samband í gegnum netspjall (9-18) eða 440-4000 (9-16) alla virka daga.
 • Eldri borgarar- við bjóðum eldri borgurum, sem ekki hafa tök á að nýta sér starfrænar lausnir, að hringja í okkur í sérstakt símanúmer 440-3737 fyrir alla helstu bankaþjónustu
 • Fyrirtæki - forsvarsmönnum fyrirtækja er bent á að hafa beint samband við sína tengiliði og viðskiptastjóra innan bankans.
 • Bankahólf - þeir viðskiptavinir sem hafa brýna þörf fyrir að komast í bankahólf geta pantað tíma í gegnum netfangið bankaholf@islandsbanki.is

Virkjun rafrænna skilríkja

Í neyðartilvikum er hægt að virkja rafræn skilríki. Til þess að virkja rafræn skilríki þarf fyrst að panta símtal með ráðgjafa (almenn ráðgjöf). Við hringjum þá í þig og komum okkur saman um hentugan tíma fyrir þig til að koma og virkja rafræn skilríki. Þjónustan er einungis í boði fyrir viðskiptavini Íslandsbanka.

Bóka símtal

Í ljósi aðstæðna bjóðum við upp á ráðgjöf í síma. Bókaðu tíma þegar þér hentar.

Lausnir og upplýsingar


Greining Íslandsbanka fylgist grannt með áhrifum COVID-19 veirunnar á efnahagsmál.

Hér má finna gagnlegar upplýsingar og greiningar sem uppfærðar verða eftir því sem fram vindur.

Greiðsluvandi

Við munum koma til móts við þarfir viðskiptavina á meðan þessu tímabili stendur, svo sem með því að bjóða frystingu afborgana útlána tímabundið hjá þeim viðskiptavinum, einstaklingum og fyrirtækjum, sem mest verða fyrir áhrifum af þessum fordæmalausu aðstæðum.

Skoða nánar greiðsluvanda

Skilaboð til fyrirtækja

Þessar fáheyrðu aðstæður sem eru vegna COVID-19 munu hafa töluverð áhrif á rekstur margra fyrirtækja. Úrlausnirnar sem við bjóðum upp á felast í tímabundinni frestun afborgana og vaxta af lánum í allt að sex mánuði.

Skoða nánar skilaboð til fyrirtækja

Endurkröfur

Við biðjum þig að byrja á því að hafa samband við seljanda eða þjónustuaðila til að ræða endurgreiðslu eða breytingar á þeim viðskiptum sem keypt var með kortinu. Ef ekki er komist að sameiginlegri lausn og ferðatryggingar eiga ekki við þá gætir þú átt rétt á endurkröfu.

Skoða nánar um endurkröfur

Neyðarþjónusta

Í neyðartilfellum er veitt þjónusta í gegnum síma allan sólahringinn til viðskiptavina með kort frá Íslandsbanka.

Sjá nánar um neyðarþjónustu

Útborgun á séreignarsparnaði

Hægt verður að taka út séreignarsparnað til eigin nota til að mæta erfiðum aðstæðum. Einstaklingar fá heimild til að taka út eigin séreignarsparnað yfir 15 mánaða tímabil.

Skoða nánar um útborgun

Ferðatryggingar

Í ljósi ferðabanns víðsvegar um heiminn er mikilvægt að skoða ferðatryggingar. Á þessari síðu getur þú athugað hvort kortið þitt sé með ferðatryggingar.

Ferðatryggingar kreditkorta Íslandsbanka eru hjá VÍS. Inn á vef Vís er greinagóð upplýsingasíða um ferðatryggingarnar þínar í tengslum við COVID-19

Sjá nánar á vef VÍS

Tímabundnir greiðsluerfiðleikar


Það eru ýmsar leiðir í boði fyrir þá sem eru að lenda í tímabundnum greiðsluerfiðleikum.

Dreifa kortagreiðslu

Yfirdráttarheimild

Lán í appi

Bókaðu tíma og við förum yfir fjármálin, metum stöðuna og ræðum leiðir.

Stafrænar lausnir


Landlæknir hefur hvatt til notkunar snertilausra greiðslulausna í viðskiptum.

Við hvetjum ykkur til að nýta þær fjölmörgu stafrænu lausnir sem í boði eru og huga sérstaklega að snertilausum greiðslulausnum á borð við greiðslur með farsímum og snjallúrum. 

Snertilausar greiðslur

Þú getur tengt kortin þín og greitt með símanum eða snjallúrinu á fljótlegan og einfaldan hátt.

Það er engin hámarksupphæð ef þú notar snjalltæki en hver snertilaus greiðsla á korti getur að hámarki verið 5.000 kr.

Samanlögð upphæð snertilausra greiðslna á korti getur ekki verið hærri en 10.000 kr.

Skoða virkja snertilausar greiðslur

Stafrænar lausnir

Með Íslandsbankaappinu sinnir þú allri helstu bankaþjónustu á einum stað

Sækja Íslandsbankaappið

Fyrir iOS

Fyrir Android

Sjá allar stafrænar lausnir

Leiðbeiningar fyrir appið

Spurt og svarað


Hvernig höfum við brugðist við


Ráðist hefur verið í margvíslegar aðgerðir til að tryggja heilsu starfsmanna og öruggan rekstur. Það sem hefur meðal annars verið gert með eftirfarandi hætti:

 • Starfsfólki hefur verið skipt upp í hópa til að minnka samgang
 • Þrif hafa verið aukin í öllum útibúum og skrifstofum
 • Engin ferðalög eru fyrirhuguð á vegum bankans á næstunni
 • Starfsfólk með undirliggjandi sjúkdóma er hvatt til að halda sig heima
 • Dagleg upplýsingagjöf er til starfsfólks
 • Starfsfólk leitast við nota stafræna samskiptamiðla eins og kostur er