Þjónusta og lausnir vegna COVID-19

Hér finnur þú upplýsingar um þær lausnir sem eru í boði hjá okkur sem geta hjálpað þér í þessum fáheyrðu aðstæðum vegna COVID-19. Við munum uppfæra þessar upplýsingar jafnt og þétt eftir því sem breytingar verða.

Næstu skref

Bókaðu símtal og við aðstoðum símleiðis.

Þjónusta við viðskiptavini


Í ljósi aðstæðna hefur útibúum bankans verið lokað en við höfum samband við þig þegar þú hefur bókað símtal.

 • Hægt er að bóka símtal en ef erindið krefst afgreiðslu í útibúi mun ráðgjafi finna tíma sem hentar þér.
 • Netspjallið er opið alla virka daga milli kl. 9 og 18.
 • Ráðgjafaver, í síma 440-4000, er opið alla virka daga milli kl. 9 og 16
 • Eldri borgarar sem ekki geta nýtt sér stafrænar lausnir geta hringt í síma 440-3737
 • Upplýsingar fyrir fyrirtæki má nálgast hér
 • Upplýsingar á pólsku má nálgast hér

Lausnir og upplýsingar


Þjónusta

Lán

Kort

Sparnaður

Fyrirtæki

Stafrænar lausnir


Landlæknir hefur hvatt til notkunar snertilausra greiðslulausna í viðskiptum.

Við hvetjum ykkur til að nýta þær fjölmörgu stafrænu lausnir sem í boði eru og huga sérstaklega að snertilausum greiðslulausnum á borð við greiðslur með farsímum og snjallúrum. 

Snertilausar greiðslur

Þú getur tengt kortin þín og greitt með símanum eða snjallúrinu á fljótlegan og einfaldan hátt.

Það er engin hámarksupphæð ef þú notar snjalltæki en hver snertilaus greiðsla á korti getur að hámarki verið 7.500 kr.

Samanlögð upphæð snertilausra greiðslna á korti getur ekki verið hærri en 15.000 kr.

Skoða virkja snertilausar greiðslur

Stafrænar lausnir

Með Íslandsbankaappinu sinnir þú allri helstu bankaþjónustu á einum stað

Sækja Íslandsbankaappið

Fyrir iOS

Fyrir Android

Sjá allar stafrænar lausnir

Leiðbeiningar fyrir appið

Hvernig höfum við brugðist við


Ráðist hefur verið í margvíslegar aðgerðir til að tryggja heilsu starfsmanna og öruggan rekstur. Það sem hefur meðal annars verið gert með eftirfarandi hætti:

 • Starfsfólki hefur verið skipt upp í hópa til að minnka samgang
 • Þrif hafa verið aukin í öllum útibúum og skrifstofum
 • Engin ferðalög eru fyrirhuguð á vegum bankans á næstunni
 • Starfsfólk með undirliggjandi sjúkdóma er hvatt til að halda sig heima
 • Dagleg upplýsingagjöf er til starfsfólks
 • Starfsfólk leitast við nota stafræna samskiptamiðla eins og kostur er

Fréttir

Greining Íslandsbanka fylgist grant með áhrifum COVID-19 veirunnar á efnahagsmál. Hér má finna gagnlegar upplýsingar og greiningar sem uppfærðar verða eftir því sem fram vindur.