Þjónusta og lausnir vegna COVID-19
Hér finnur þú upplýsingar um þær lausnir sem eru í boði hjá okkur sem geta hjálpað þér í þessum fáheyrðu aðstæðum vegna COVID-19. Við munum uppfæra þessar upplýsingar jafnt og þétt eftir því sem breytingar verða.
Hér finnur þú upplýsingar um þær lausnir sem eru í boði hjá okkur sem geta hjálpað þér í þessum fáheyrðu aðstæðum vegna COVID-19. Við munum uppfæra þessar upplýsingar jafnt og þétt eftir því sem breytingar verða.
Útibú okkar eru opin og taka mið af gildandi sóttvarnarreglum. Við viljum samt sem áður biðja viðskiptavini um að bóka tíma hér á vefnum svo auðveldara sé að virða sóttvarnarreglur og 20 manna fjöldatakmörkun.
Rétt er að ítreka að áfram verður vel gætt að öllum sóttvörnum með grímskyldu og tveggja metra reglu.
Landlæknir hefur hvatt til notkunar snertilausra greiðslulausna í viðskiptum.
Við hvetjum ykkur til að nýta þær fjölmörgu stafrænu lausnir sem í boði eru og huga sérstaklega að snertilausum greiðslulausnum á borð við greiðslur með farsímum og snjallúrum.
Þú getur tengt kortin þín og greitt með símanum eða snjallúrinu á fljótlegan og einfaldan hátt.
Það er engin hámarksupphæð ef þú notar snjalltæki en hver snertilaus greiðsla á korti getur að hámarki verið 7.500 kr.
Samanlögð upphæð snertilausra greiðslna á korti getur ekki verið hærri en 15.000 kr.
Með Íslandsbankaappinu sinnir þú allri helstu bankaþjónustu á einum stað
Sækja Íslandsbankaappið
Ráðist hefur verið í margvíslegar aðgerðir til að tryggja heilsu starfsmanna og öruggan rekstur. Það sem hefur meðal annars verið gert með eftirfarandi hætti:
Greining Íslandsbanka fylgist grant með áhrifum COVID-19 veirunnar á efnahagsmál. Hér má finna gagnlegar upplýsingar og greiningar sem uppfærðar verða eftir því sem fram vindur.