DNB Asset Management

Íslandsbanki býður upp á þrjá sjóði frá DNB Asset Management sem skráðir eru í Lúxemborg. Sjóðirnir eru gerðir upp í evrum.

Hvernig fyrirtæki er DNB Asset Management?

 • Traust og íhaldssamt eignastýringarfyrirtæki með langa sögu.

 • Dótturfyrirtæki stærsta banka Noregs, DNB.

 • Annar stærsti banki Norðurlanda og að þriðjungi í eigu norska ríkisins.

 • Fyrirtækið leggur mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og fjárfestir einkum í hlutabréfum fyrirtækja út um allan heim sem uppfylla ákveðin siðferðileg viðmið.

 • Sjóðir DNB eru verðbréfasjóðir sem hafa tilkynnt markaðssetningu á Íslandi í samræmi við 44. gr. laga nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Rekstrarfélag sjóðanna er DNB Asset Management S.A.

Þrír sjóðir frá DNB Asset Management


Við bjóðum upp á þrjá sjóði frá DNB Asset Management. Sjóðirnir eru skráðir í Lúxemborg og gerðir upp í evrum.

DNB Fund Global ESG

DNB Fund Technology

DNB Fund Nordic Equities

Markmið sjóðsins er að hámarka arðsemi fjárfestingar til miðlungs- eða langtíma, án óþarfrar áhættu.

Markmið sjóðsins er að hámarka arðsemi fjárfestingar til langtíma, án óþarfrar áhættu.

Markmið sjóðsins er að hámarka arðsemi fjárfestingar til miðlungs- eða langtíma, án óþarfrar áhættu

Við eðlilegar markaðsaðstæður fjárfestir sjóðurinn einkum í hlutabréfum fyrirtækja út um allan heim sem uppfylla ákveðna siðferðilega viðmiðun.

Við eðlilegar markaðsaðstæður fjárfestir sjóðurinn einkum í hlutabréfum tækni-, miðlunar- og fjarskiptafyrirtækja út um allan heim.

Við eðlilegar markaðsaðstæður fjárfestir sjóðurinn einkum í hlutabréfum fyrirtækja í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Finnlandi.

Frekari upplýsingar um sjóðina


 • Lágmarksfjárhæð í einstökum kaupum er 1.000 EUR fyrir einstaklinga
 • Hlutdeildarskírteini eru keypt í nafni Íslandsbanka fyrir hönd viðskiptavina
 • Upphafskostnaður Íslandsbanka í sjóðunum er 2%
 • Árleg umsjónarlaun eru samkvæmt útboðslýsingu sjóðanna og greiðir DNB Asset Management hluta þeirra til Íslandsbanka
 • Þóknun er tekin ef fært er á milli sjóða
 • Ekkert innlausnargjald er í sjóðunum
 • Sjóðirnir eru skráðir í Lúxemborg
 • Arður er endurfjárfestur í sjóðunum

Skattaleg atriði

 • Eignir í DNB Asset Management sjóðum eru framtalsskyldar á Íslandi
 • Fjármagnstekjuskattur er reiknaður af innleystum gengishagnaði

Fyrir­varar


Almennur fyrirvari vegna fjárfestinga í sjóðum

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á lítilli eða engri ávöxtun eða að höfuðstóll tapist. Ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Áhætta af fjárfestingu eykst ef fjárfestingin er fjármögnuð með lánsfé og ávöxtun getur aukist eða minnkað vegna gengisflökts þegar við á. Skattaleg meðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni.

Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér vel lykilupplýsingar og útboðslýsingar sjóða en þar er að finna nánari upplýsingar um viðkomandi sjóð, m.a. um áhættuþætti, fjárfestingarheimildir og notkun afleiðna. Fjárfestingarsjóðir hafa víðtækari fjárfestingarheimildir en verðbréfasjóðir og geta því verið áhættusamari fjárfesting. Upplýsingar um sjóðina eru fengnar frá DNB Asset Management SA, rekstrarfélagi sjóðanna..

Upplýsingar á síðunni eru aðeins birtar í upplýsingaskyni og skal ekki líta á þær sem tilboð eða ráðgjöf um kaup, sölu eða aðra ráðstöfun tiltekinna fjármálagerninga. Upplýsingarnar byggja á heimildum sem eru taldar áreiðanlegar en ekki er hægt að ábyrgjast nákvæmni né réttmæti þeirra. Áskilinn er réttur til leiðréttinga.

Gengisþróun og ávöxtun

Tekið er tillit til umsýsluþóknunar við daglegan útreikning á gengi sjóða. Ávöxtun umfram 12 mánuði er reiknuð yfir á ársgrundvöll. Ávöxtun styttri tímabila er ekki umreiknuð á ársgrundvöll heldur er um gengisbreytingu að ræða. Uppreikningur ávöxtunar miðast við síðasta skráða gengi og er í grunnmynt hvers sjóðs.