Lán fyrir námsmenn

Við bjóðum upp á sérsniðin lán og fjármálaráðgjöf fyrir ungt fólk.

Næstu skref

Reiknaðu dæmið til enda.

Lán sem henta þörfum náms­manna

 • Tölvukaupalán eru veitt einstaklingum í námi sem eru skráðir í Námsvildarþjónustu Íslandsbanka.
 • Þegar þú byrjar í lánshæfu námi bjóðast þér hagstæð kjör á yfirdráttarlánum ef þú þarft að brúa bilið þar til námslánin berast frá LÍN.
 • Útskriftarnemar í Námsvild Íslandsbanka eiga kost á að sækja um hagstæð námslokalán.

Tölvukaupalán


Íslandsbanki býður Námsvildarfélögum tölvukaupalán á afar hagstæðum kjörum. Félagar í Námsvild Íslandsbanka sem eru ekki orðnir 18 ára geta fengið forráðamann til að taka fyrir sig tölvukaupalán.

Helstu kostir tölvukaupaláns:

 • Óverðtryggt lán á hagstæðum kjörum (sjá vaxtatöflu)
 • Ekkert lántöku-, stimpil- eða uppgreiðslugjald
 • Hámarkslán er 300.000 kr. til allt að 36 mánaða
 • Einfalt lántökuferli

Hvernig virkar tölvukaupalán?

 1. Þú velur tölvu sem hentar fyrir námið, kemur í næsta útibú og sækir um tölvukaupalán.
 2. Upphæðin er lögð inn á debetkortareikninginn þinn. Þú ferð í verslunina og greiðir fyrir tölvuna.
 3. Hægt er að fara inn á tölvukaupareiknivél Íslandsbanka og skoða frekari útreikninga.

Skilyrði:

Tölvukaupalán eru veitt einstaklingum í námi sem eru skráðir í Námsvildarþjónustu Íslandsbanka. Viðskiptavinur þarf að sýna staðfestingu á skólavist áður en lánið er veitt.

Námslán


Þegar þú byrjar í lánshæfu námi bjóðast þér hagstæð kjör á yfirdráttarlánum ef þú þarft að brúa bilið þar til námslánin berast frá LÍN. Einstaklingsráðgjafi aðstoðar þig við að reikna út upphæðina sem þú þarft að hafa til ráðstöfunar í hverjum mánuði.

Námslán í erlendri mynt

Íslandsbanki býður námsmönnum sem stunda nám erlendis upp á framfærslulán í erlendri mynt. Lánið er allt að 100% af lánsáætlun LÍN, að teknu tilliti til vaxta. Greitt er út í þeirri mynt sem fram kemur á lánsáætluninni.

Viðbótarnámslán

Námsmenn sem stunda lánshæft nám, eru komnir áleiðis í námi og sýna viðunandi námsárangur, eiga kost á viðbótarnámslánum á hagstæðum kjörum. Þjónustufulltrúinn þinn getur ráðlagt þér um mánaðarlega fjármögnun. Viðbótarnámslán dregst frá hámarksupphæð námslokaláns.

Helstu kostir námslána Íslandsbanka:

 • Framfærslulán gegn framvísun lánsáætlunar frá LÍN
 • Lánað er allt að 100% af lánsáætlun LÍN, að teknu tilliti til vaxta
 • Hagstæð kjör á yfirdráttarlánum
 • Lánaform sem er sérsniðið að þínum þörfum
 • Greiddir eru vextir af þeim hluta lánsins sem viðskiptavinur nýtir

Námslokalán


Útskriftarnemar í Námsvild Íslandsbanka eiga kost á að sækja um hagstæð námslokalán. Hámarkskslán er 1.500.000 kr.

Lánað er samkvæmt útlánareglum Íslandsbanka. Námslokalán er að hámarki til 7 ára. Fyrstu 2 árin stendur til boða að greiða eingöngu vexti.

Helstu kostir:

 • Óverðtryggt lán á hagstæðum kjörum (sjá vaxtatöflu)
 • Hámarkslán er 1.500.000 kr.
 • Námslokalán er að hámarki til 7 ára
 • Heimilt er að fresta gjalddaga fyrstu afborgunar í allt að tvö ár og greiða eingöngu vexti á þeim tíma

Hvernig sæki ég um námslokalán?

Sótt er um námslokalán í útibúum Íslandsbanka. Hafðu samband við ráðgjafa í þínu útibúi og kynntu þér málið.