Við styðj­um við fyrir­tækin okk­ar

Úrlausnir sem bankinn býður upp á taka mið af þeim úrræðum sem ríkisstjórnin hefur kynnt á undanförnum vikum og lúta skilyrðum sem þar eru sett.

Við munum aðstoða fyrirtæki sem hafa lent í greiðsluerfiðleikum vegna COVID-19


Úrlausnir sem bankinn býður upp á taka mið af úrræðum ríkisstjórnarinnar og lúta skilyrðum sem þar eru sett. Úrræðin eru stuðningslán sem sótt er um á www.island.is  og viðbótarlán sem sótt er um hjá bankanum. Úrræðið um frestun greiðslna hefur verið framlengt með breytingum til 30. september 2020 og má finna umsókn hér neðar á síðunni undir Greiðslufrestur.

Stuðningslán

Stuðningslán eru rekstrarlán ætluð minni fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir verulegum áhrifum af faraldrinum. Þau geta numið allt að 10% af tekjum fyrirtækja á árinu 2019 en eru háð ýmsum skilyrðum.

Nánar um stuðningslán

Viðbótarlán

Viðbótarlán eru úrræði sem eru fyrst og fremst fyrir meðalstór og stór fyrirtæki. Ríkið mun ábyrgjast allt að 70%.

Nánar um viðbótarlán

Greiðslufrestur

Bankinn býður upp á tímabundna frestun afborgana og vaxta af lánum í allt að sex mánuði. Meðal skilyrða fyrir frestuninni er að fyrirtæki hafi verið í heilbrigðum rekstri áður en áhrifa veirunnar fór að gæta og þau hafi ekki verið í vanskilum við bankann lengur en í 60 daga í lok febrúar s.l.

Lesa nánar um greiðslufrest

Lokunarstyrkur

Lokunarstyrkur er rekstrarstyrkur ætlaður fyrirtækjum sem var gert skylt að loka vegna samkomubanns. Fjárhæð styrksins er 800.000 krónur á starfsmann, að hámarki 2,4 milljónir króna á hvert fyrirtæki, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Hægt er að sækja um lokunarstyrk til 1. september 2020 á vefsvæðinu island.is 

Fara á vef island.is