Við styðjum við fyrirtækin okkar
Úrlausnir sem bankinn býður upp á taka mið af þeim úrræðum sem ríkisstjórnin hefur kynnt á undanförnum vikum og lúta skilyrðum sem þar eru sett.
Úrlausnir sem bankinn býður upp á taka mið af þeim úrræðum sem ríkisstjórnin hefur kynnt á undanförnum vikum og lúta skilyrðum sem þar eru sett.
Úrlausnir sem bankinn býður upp á taka mið af úrræðum ríkisstjórnarinnar og lúta skilyrðum sem þar eru sett. Úrræðin eru stuðningslán sem sótt er um á www.island.is og viðbótarlán sem sótt er um hjá bankanum. Nánari upplýsingar má sjá hér fyrir neðan.
Stuðningslán eru rekstrarlán ætluð minni fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir verulegum áhrifum af faraldrinum. Þau geta numið allt að 10% af tekjum fyrirtækja á árinu 2019 en eru háð ýmsum skilyrðum.
Viðbótarlán eru úrræði sem eru ætluð fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir verulegum áhrifum af faraldrinum. Ríkið mun ábyrgjast allt að 70%.
Bankinn býður upp á tímabundna frestun greiðslna. Meðal skilyrða fyrir slíkri frestun er að fyrirtæki hafi verið í heilbrigðum rekstri áður en áhrifa veirunnar fór að gæta og það hafi ekki verið í vanskilum við bankann lengur en í 60 daga í lok febrúar s.l.
Umsóknarfrestur um lokunarstyrk hefur verið framlengdur til 30.6.2021. Þá hefur nýtt úrræði, tekjufallsstyrkur, verið samþykkt á Alþingi.
Nánari upplýsingar um úrræðin er að finna á vef Stjórnarráðs Íslands.
Sjá nánar hér:
Varnir, vernd og viðspyrna gegn efnahagslegum og félagslegum áföllum
Viðspyrna fyrir Ísland – kynningarglærur