Við styðj­um við fyrir­tækin okk­ar

Úrlausnir sem bankinn býður taka mið af úrræðum ríkisstjórnarinnar og lúta skilyrðum sem þar eru sett um stuðningslán.

Við styðj­um við fyrir­tækin okk­ar


Stuðningslán

Með reglugerð sem tók gildi í byrjun febrúar 2022 heimilaði Fjármálaráðuneytið bönkum að framlengja lánstíma stuðningslána um allt að 6 mánuði. Heimilt er að fjölga gjalddögum í allt að 18 en heildarlánstíminn má þó aldrei verða lengri en 48 mánuðir frá lántökudegi. 

    Viðbótarstuðningslán

    Með reglugerð sem tók gildi í byrjun febrúar 2022 heimilaði Fjármálaráðuneytið bönkum að fresta eða lengja lánstíma viðbótarstuðningslána um 6 mánuði. Heildarlánstíminn má aldrei verða lengri en fimm og hálft ár og er skilyrði að byrjað verði  að greiða af láninu eigi síðan en þremur og hálfu ári eftir lántöku. Viðskiptastjórar og ráðgjafar í útibúum bankans vita meira um málið.

      Úrræði ríkisstjórnarinnar


      Nánari upplýsingar um úrræðin er að finna á vef Stjórnarráðs Íslands.

      Sjá nánar hér:

      Vefur Stjórnarráðs Íslands