Við styðj­um við fyrir­tækin okk­ar

Úrlausnir sem bankinn býður upp á taka annars vegar mið af úrræðum ríkisstjórnarinnar en hins vegar lausnir sem bankinn sjálfur býður.

Við munum aðstoða fyrirtæki sem hafa lent í greiðsluerfiðleikum vegna COVID-19


Úrlausnir sem bankinn býður upp á taka annars vegar mið af úrræðum ríkisstjórnarinnar og lúta skilyrðum sem þar eru sett um stuðningslán en hins vegar lánum sem bankinn hefur sjálfur veitt. Nánari upplýsingar má sjá hér fyrir neðan.  

Stuðningslán

Stuðningslán eru rekstrarlán ætluð minni fyrirtækjum og skiptast í lán með 100% ríkisábyrgð og lán með 85% ríkisábyrgð.  

Fyrsti gjalddagi láns með 100% ríkisábyrgð getur verið snemma á árinu 2022 en veltur á því hvenær lánið var tekið. Lánið átti að greiðast með allt að 12 jöfnum greiðslum og hefjast 18 mánuðum eftir lántöku. Lántaki getur óskað eftir að seinka fyrsta gjalddaga um 12 mánuði en endurgreiða lánið þá með 12 jöfnum greiðslum.

Fyrsti gjalddagi láns með 85% ríkisábyrgð getur verið snemma á árinu 2022 en fer eftir því hvenær lánið var tekið. Lánið átti að greiðast með 12-24 jöfnum greiðslum og hefjast í síðasta lagi 24 mánuðum eftir lántöku. 

Til að óska eftir breytingu á endurgreiðsluferlinu er best að hafa samband við þinn tengilið í bankanum eða senda póst á fyrirtaeki@islandsbanki.is

Greiðslufrestur

Bankinn býður fyrirtækjum tímabundna frestun greiðslna. Meðal skilyrða fyrir slíkri frestun er að fyrirtæki hafi verið í heilbrigðum rekstri áður en áhrifa Kórónaveirunnar fór að gæta og að það sé ekki í vanskilum við bankann.

Samkomulag sem aðilar á lánamarkaði gerðu með sér vorið 2020 hefur nú runnið sitt skeið en þau skilyrði sem þar áttu við eiga að miklu leyti við ennþá hvað varðar þær lausnir sem bankinn býður.

Til að óska eftir tímabundinni frestun greiðslna er best að hafa samband við þinn tengilið í bankanum eða senda póst á fyrirtaeki@islandsbanki.is

Úrræði ríkisstjórnarinnar


Nánari upplýsingar um úrræðin er að finna á vef Stjórnarráðs Íslands.

Sjá nánar hér:

Vefur Stjórnarráðs Íslands