Styrkir

Íslandsbanki styður valin verkefni sem efla samfélagið og vernda umhverfið með því að styrkja fólk, félagasamtök og fyrirtæki sem stuðla að jákvæðri samfélagsþróun.

Efling atvinnulífs


Íslandsbanki styður við uppbyggingu atvinnulífs með sérstakri áherslu á sjálfbærni í sjávarútvegi og endurnýjanlega orkugjafa. Bankinn styður frumkvöðlastarf m.a. í gegnum Frumkvöðlasjóð Íslandsbanka

Bankinn styður við eftirtalda sjóði og félög

 • Frumkvöðlasjóður
 • Íslenski ferðaklasinn
 • Íslenski jarðvarmaklasinn
 • Íslenski sjávarklasinn
 • Félag kvenna í atvinnulífinu
 • Konur í sjávarútvegi

Fræðsla


Íslandsbanki styður við verkefni sem stuðla að fjármálaþekkingu, menntun og fræðslu. Bankinn veitir árlega námsstyrki til framúrskarandi nemenda og býður að auki upp á aðgengilega og áhugaverða fræðslu til að auka þekkingu, færni og áhuga á fjármálum. 

Bankinn styður við eftirfarandi:

 • Námsstyrkir Íslandsbanka
 • Arctic Circle
 • Hvatningarverðlaun Íslandsbanka
 • Forritarar framtíðarinnar
 • Vilborg Arna Gissurardóttir
 • Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Suðurnesjum

Góðgerðamál


Íslandsbanki styður við fjölmörg góðgerðafélög. Þar má t.a.m. nefna áheitasöfnun á hlaupastyrkur.is og Hjálparhönd, en hún felst í að starfsfólk bankans ver vinnudegi í þágu góðra málefna.

Bankinn styður eftirfarandi góðgerðamál:

 • Hlaupastyrkur
 • Hjálparhönd
 • Landsbjörg
 • Landssamband eldri borgara

Íþróttir, æskulýðsstarf og forvarnir


Íslandsbanki styður ýmis lýðheilsuverkefni. Bankinn styrkir íþrótta- og æskulýðsstarf í þágu barna og ungmenna um land allt með styrkjum frá útibúum bankans.

Bankinn hefur veitt eftirfarandi lýðheilsuverkefnum stuðning:

 • Reykjavíkurmaraþon
 • Forskot afrekssjóður kylfinga
 • Hvað ef?
 • Smáþjóðaleikar 2015
 • Special Olympics
 • Golfsamband Íslands
 • Vestmannaeyjahlaup
 • Fossavatnsgangan
 • Hlaupahátíð á Vestfjörðum

Umsókn um styrk


Íslandsbanki styður valin verkefni sem efla samfélagið og vernda umhverfið með því að styrkja fólk, félagasamtök og fyrirtæki sem stuðla að jákvæðri samfélagsþróun.

Nokkur atriði sem ber að hafa í huga áður en sótt er um styrk:

 • Bankinn styrkir ekki félög, fyrirtæki eða einstaklinga til ferðalaga, hvort heldur sem er innanlands eða til útlanda.
 • Bankinn styrkir ekki stjórnmálasamtök eða einstök framboð, hvorki á vegum samtaka né einstaklinga.
 • Íslandsbanki kostar vefinn www.hlaupastyrkur.is og leggur góðgerðafélögum gott lið með því starfi. Vill styrktarnefnd Íslandsbanka hvetja góðgerðafélög í landinu til að safna hlaupurum til að hlaupa í sínu nafni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, og safna áheitum á vef Hlaupastyrks.

Íslandsbanki tekur við styrktarbeiðnum í gegnum netfangið styrkur@islandsbanki.is.

Vegna fjölda umsókna sem berast bankanum gefst því miður ekki færi á að svara þeim öllum. Ef svar berst ekki innan 5 vikna hefur beiðni þinni verið hafnað.